Hversvegna ég þoli ekki Hildi Lillendalh

Hildur sem líka kallar sig Snilldur og NöttZ á barnalandi.is fer þar hamförum af pirringi í dag og sakar mig um að hafa breytt út þá staðreynd (lýgi að hennar mati) að hún hafi sængað hjá 220 kg öryrkja.  Voðalega er hún merkileg með sér að fyrirlíta bæði þá sem eru of þungir og líka þá sem eru veikir.  En ég verð að viðurkenn að ég hef svo sem ekki verið saklaus af stríðni við Hildi.  En það á sér ástæðu.  

Ástæðan liggur í hroka hennar og merkilegheitum.

Fyrir einhverjum mánuðum síðan, ég held svona 18-24, því að það má næstum segja að þessi saga hafi gerst í gamladaga, varð ég dálítið skotinn í Hildi.  Ég sá viðtöl við hana í blöðum, hún tók þátt í ljóðakeppni og ég googlaði síðuna hennar sem var rassabora eitthvað (smekkleg ung stúlka hún Hildur) og lá yfir henni.  Keypti meira að segja bækur eftir andlegan leiðtoga Hildar, Eirík Örn Norðurdal og las þær.  Ég klippti út myndina af Hildi sem var birt þegar hún lenti í 2. sæti í ljóðakeppni fréttablaðsins og setti á ísskápinn.  Ég las öll viðtöl við hana.  Ég verð að viðurkenna að ég var dálítið upptekinn af henni en það er ekki eins og hún sé neitt voðalega ljót.  Og svo er hún klár og gott ljóðskáld.  En hvað um það.  Mig var farið að langa að kynnast henni.  Stundum hvarflaði það að mér að kommenta á síðunna hennar eða að adda henni inn á msn eða senda henni bréf.  En sama hvað ég reyndi að drekka í mig kjak, þorði ég það ekki. Oft sat ég fullur og byrjaði á bréfum til hennar.  Ég sendi þau aldrei.  En ég las á blogginu hennar að hún fór oft á Næstabar og Sirkús með hipp og kúl ungskáldavinum sínum.  Ég fór að væflast þanngað inn líka.

Og ég sá hana með vinum sínum og hún kom á barinn og stóð hliðina á mér og keypti sér bjór.  Ég gerði ekkert.  Horfði bara á hana og dró djúft að mér andan og reyndi að finna lyktina af henni.

Næst þegar ég sá hana í kösinni á Sirkús, klukkan talsvert margt, sagði ég hæ og sagðist fíla ljóðið hennar sem hefði orðið í 2. sæti.  Hún horfði á mig með fyrirlitningar svip og ég gat séð að hún mældi mig út.  Ég var talsvert þyngri en núna, næstum 100 kg og ekkert í alltof flottum fötum og í stað þess að taka hrósinu og skiptast á kurteisislegum orðum við mig, gekk Hildur Lillendalh fram hjá mér og settist við hliðina á subbulegu skáldi.

Mér fannst eins og ég sykki niður í gólfið.  Mér fannst ég vera niðurlægður án þess þó að vera niðurlægður.  Mér fannst eins og mér væri ekki gefinn séns.  Ég er ekki vitlaus, ég er ekki ófyndinn, ég veit eitt og annað um bækur og tónlist og tísku og svona þótt að ég sé stundum nokkrum kílóum of þungur.  Ég er maður. En það var komið fram við mig eins og eitthvað allt annað.  Skít.  Hlussu.  Viðbjóð.  Og það af stúlkunni sem ég hélt að væri svo opin og umburðarlynd og laus við hroka og fyrirlitningu.  

Ég hélt í raun og veru að ég mundi geta kynnst henni, fundið ilminn af henni og tilveru hennar...

Svo var ekki. 


Fokking nóvember snýr aftur

Ef dagurinn í dag væri kvikmynd mundi hann heita November strikes again!  Eða revanges of November!  Því að þegar ég vaknaði, tiltölulega snemma eftir skapandi nótt, var kominn snjór í Esjuna.  Ég hafði ekki tekið eftir því að það snjóaði, allavegana ekki meðan ég var að mínu bardúsi til klukkan 3.  Svo þegar ég vaknaði og ætlaði að fara út að skokka (jamm loforð um að koma skrokkinum í lag) þá var bara of hvítt úti til þess að ég meikaði það.  Skreið þess í stað aftur undir rúm og dottaði.  Var svo að vakna aftur og ennþá er snjór í fjallinu, ennþá er kalt.  Ég held að þetta sé fyrirbboði eða tákn.  Tákn um að að ég eigi ekki að vera að breyta mér.  Tákn um það að ég eigi að láta allar aðrar skriftir í friði nema þetta blogg.  Tákn um það að það borgi sig ekki að vera edru eða að hugsa um líkamann...  Æji, ég veit það samt ekki?

Nú þarf ég bara nýtt plan til þess að fá þennann dag til þess að líða.  Og þetta líf. 


mbl.is Esjan komin í hvítan kufl að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hið kyrra og nýja líf

Eftir að ég tók til í bílskúrnum og hafði borðað bjúgur með mömmu,f ór ég í göngutúr eftir sígarettum.  Það var nýhætt að rigna og fersk lykt af gróðri í loftinu og frekar hlýtt úti og þegar ég var búinn að kaupa rettur var ég ekki í stuði til þess að fara heim þannig að ég gekk upp á Vatnsendahæð og skoðaði nýbyggingarnar í Kópavoginum.  Settist á stein og reykti og fann að vorið var í nánd.  Sá í fjarska Elliðavatnið og pældi í því að fara þanngað einhvern daginn og fiska.  Liggja þar í leti með bjór og njóta þess að láta sólina verma líkamann og draga fiska á land.  Og ég hugsaði um Reyni vesalinginn sem brátt færi í aðgerð.  Það yrði tekið af honum eista.  Ég varð svo meir að ég sendi honum sms, þar sem ég þakkaði honum fyrir vináttu okkar og skrifaði að ég kynni að meta hana.  Hann sendi mér sms til baka og spurði hvort ég væri ennþá fullur.  Ég svaraði neitandi.  Sat svo bara á þessum stein og reykti og hugsaði um það hvað allt væri breytt.  Á leiðinni til baka velti ég því fyrir mér hvort að það væri ekki eitthvað sem ég ætti að gera.  Stefna?  Nýta hæfileika mín og koma einhverri stefnu á þessa skip sem líf mitt er?  Kom heim og hitaði kaffi.  Núna sit ég fyrir framan tölvuna og skrifa.  Ég ætla að smíða mér draum úr orðum.

Vonandi skutla þeir ekki Emil

Allir vita að Emil másar eins og hvalur og á sundi gæti hann auðveldlega líkst hnúfubaki.  Ég ætla því að vona að Paul Watson sé ekki á leeiðinni hingað til þess að skutla hann?  Nei, nú man ég: Watson vill ekki meiða dýr eða Emil.  Hann vill bara sigla bátnum sínum á hvalveiðibáta eða sökkva þeim með sprengjum eða einhverju öðru.  Og er reiðubúinn að fórna lífinu til þess að hvalir geti synt um og étið allt sem að kjafti kemur.  Þeir gætu hæglega étið hann Emil minn!  Hann er of ungur og saklaus til þess að deyja!
 
Bull er þetta.  Er samt á móti hvalveiðum.  Finnst hvalur einfaldlega eins og vont nautakjöt sem velt hefur verið uppúr lýsi.  Ekki gott það.

mbl.is Við erum tilbúnir til að hætta lífinu til að stöðva hvalveiðar Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppistand og meira uppistand hjá mér

Þar sem ég var bara rólegur að horfa á Titanic með mömmu í nótt í stað þess að drekka mig á rassgatið og höstla einhverjar tjellingar, þá vaknaði ég ofursnemma. Fór upp og þáði ristaðbrauð og kaffi hjá mömmu.  Og þegar hún bað mig um smá viðvik (að koma vetradekkjunum hennar fyrir á góðum stað í bílskúrnum) brást ég jákvæður við og dreif mig í verkið.  Þegar ég hafði lokið að setja dekkin upp á hanabjálka, tók ég eftir því hvað það var mikil óreiða í skúrnum.  Ég fór því niður til mín, sótti geislaspilara og diska og 4 dósir af slot´s og fór að endurskipuleggja og raða í bílskúrnum.  Varð svona sveittur og skítugur og illa lyktandi.  Mikil verkalýðshetja.  Mamma varð svo glöð þegar hún komst að því hvað ég var að gera að hún fór að baka köku og meðan hún var í ofnum fór hún út í Nettó að kaupa læri.  Reyndar fann hún hvergi ófrosið læri og kom því með 1944 bjúgur í uppstúfi en það er líka vel ætt.  Í kvöld ætla ég bara að liggja í baði og hugsa og setja síðan saman nokkur orð á blað sem a verið að brjótast um í kollinum á mér.

mbl.is Íslendingur í úrslit í uppistandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Galdrar

Las og sá ljósmyndir í bloggheimum að kona nokkur hefur búið til Hrólfsbrúður til að stinga í títiprjónum.  Prjónastungurnar eiga að færa mér hamingju og draga úr biturð og þröngsýni.  Ég er þakklátur.  

Nótt með mömmu

Hitti Reyni á ölstofunni í gær en hann var þá upptekinn af því að míga utan í einhverja strákastelpu.  Mér leiddist og tók einn rúnt á nokkra bari.  Ekkert spes um að vera.  Og ég varð svangur hafði bara gúffað í mig nokkrum pulsum í kvöldmat, þannig aða ég fór bar og sótti mér pizzu og tók leigar heim.  Búinn að á nóg af djamminu.  Þegar ég kom heim sá ég að það logaði ljós hjá mömmu svo ég leit á hana.  Hún sat í lazyboy og var eitthvað að eiga við videóið með fjarstýringunni.  Sagði mér að nú þyrfti hún að fara að kaupa  dvd, það væri ekkert úrval af videospólum lengur.  Ég bauð henni pizzu.  Hún brosti og fór og náði í diska.  Ég fór niður og náði i bjór.  Þegar ég kom til baka lét hún mig setjast í lazyboyinn og vafði teppi um fæturnar á mér.  Hún settist við hlið mér á skemilinn og við horfðum á Titanic og drukkum bjór og borðuðum pizzu.  Mamma kyssti mig góða nótt þegar ég fór niður.

Engla mamma

Á helvítis barnalandi.is eru sumar konur með nikk sem heita engla mamma eða englamamma eða engla_mamma og þær tala um englabörn.  monta sig af þeim og upphefja af svo mikilli list að aðeins atvinnu rithöfundar geta komist upp með jafn vont málfar og jafn margar stafsetningavillur og jafn mikla heimsku.  Og þar sem ég flækist oft inn á þennann vef, frekar en inn á Litla Hraun, fæ ég það á tilfinninguna að allar þessar konur hafi þjáðst af fæðingarþunglyndi og myrt börnin sín í svefni.  Og gráti þau nú á vefi allra kerlinga.  Þessvegna eru þær englamömmur eigandi börn sem sitja á skýi og spila á hörpur. 

Scotty fundin og líka klámmyndin sem ég lék í!

Var að vakna og konan sem svaf hjá mér er farin og ég er ekki lengur timbraður.  Hún skildi eftir símanúmer skrifað á umslag frá intrum.  Núna sit ég á nærbuxunum og sötra einn kaldann.  Man að í nótt fór  ég að hugsa (í miðjum klíðum) um skáld og hvernig það væri að yrkja.  Mér er oft uppsigað við skáld. Hef mínar ástæður semég deili með ykkur síðar.
 
Pabbi hringdi í dag alveg brjálaður.  Hann var víst að sækja um Frímúrararegluna í 3 sinn og núna hafnað á þeim forsendum að sonur hans haldi út vefsíðu þar sem hann opinberar gömul fjölskylduleyndamál.,  Það er bara bull og ég sagði pabba það.  Hann hótaði að hætta að gefa mér pening ef ég hætti ekki að blogga.  Ég sagði honum að hann hefði ekki gefið mér pening síðan 1989 svo það væri ekki neitt að missa af.  
 
Í nótt sagði ég konunni með tattúið í náranum frá klámmyndinni sem ég lék einu sinni í  En ég fann eintak af henni um daginn þegar ég tók til.  Kannski blogga ég um það á eftir?  Ætla að fá mér að borða. 

mbl.is Scotty fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skrifa handritið

Ég gæti hæglega  skrifað handritið að þessari mynd , mundi þó byggja það á mínu lífi og sérstaklega þeirri staðreynd að ég er ósofinn núna og sit við tölvuna og er klæddur í skræpóttan sækadelik kjól með rúllukraga.  Konan sem á hann er m,eð tattú í náranum og kom til mín á Barnum (áður 22 og sagði: ertu ekki Hrólfur?  Ég les bloggið þitt! 
 
 Núna sefur hún í rúminu mínu.  Ég drekk bjór.  Það er sól úti og ég vil ekki fara að sofa.  Vil njóta þessa dags.  Og að vera á lífi og njóta þess að skrifa og vera til.  Þarf samt að sofa eitthvað smá.  Djamm í dag á úrrslitaleiknum í enska bikarnum.  Vei.
 
Lífið er fallegt og dásamlegt.

mbl.is Stórmynd líklega tekin á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband