Hið kyrra og nýja líf

Eftir að ég tók til í bílskúrnum og hafði borðað bjúgur með mömmu,f ór ég í göngutúr eftir sígarettum.  Það var nýhætt að rigna og fersk lykt af gróðri í loftinu og frekar hlýtt úti og þegar ég var búinn að kaupa rettur var ég ekki í stuði til þess að fara heim þannig að ég gekk upp á Vatnsendahæð og skoðaði nýbyggingarnar í Kópavoginum.  Settist á stein og reykti og fann að vorið var í nánd.  Sá í fjarska Elliðavatnið og pældi í því að fara þanngað einhvern daginn og fiska.  Liggja þar í leti með bjór og njóta þess að láta sólina verma líkamann og draga fiska á land.  Og ég hugsaði um Reyni vesalinginn sem brátt færi í aðgerð.  Það yrði tekið af honum eista.  Ég varð svo meir að ég sendi honum sms, þar sem ég þakkaði honum fyrir vináttu okkar og skrifaði að ég kynni að meta hana.  Hann sendi mér sms til baka og spurði hvort ég væri ennþá fullur.  Ég svaraði neitandi.  Sat svo bara á þessum stein og reykti og hugsaði um það hvað allt væri breytt.  Á leiðinni til baka velti ég því fyrir mér hvort að það væri ekki eitthvað sem ég ætti að gera.  Stefna?  Nýta hæfileika mín og koma einhverri stefnu á þessa skip sem líf mitt er?  Kom heim og hitaði kaffi.  Núna sit ég fyrir framan tölvuna og skrifa.  Ég ætla að smíða mér draum úr orðum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Voðalega var þetta friðsælt eitthvað.

gerður rósa gunnarsdóttir, 20.5.2007 kl. 21:30

2 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Held að það sé líka kominn tími til eftir allann hamaganginn hjá mér.

Hrólfur Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú verður bara betri!  Þetta hefur greinilega verið góður dagur frá fleirum en mér. (Hrólfur segðu að ég sé kurteis, hahaha!!!) Takk fyrir mig.

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 21:47

4 Smámynd: Þröstur Unnar

Manstu þegar ég benti þér á að taka veiðistöngina með, síðast þegar þú ætlaðir að vatninu, hefðir betur gert það. Þá hefðir þú mikið fyrr verðið lostin þessum heilaga anda.

Þröstur Unnar, 20.5.2007 kl. 21:48

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert góð sál Hrólfur minn það er ég viss um.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.5.2007 kl. 22:11

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Er næstum búin að pissa á mig úr hlátri eftir að hafa farið og elt slóð "vúddúbrúðanna" sem nefndar eru hér í færslu að neðan.  Ég ætla ekki að hafa orð um pistlana en í kommentakerfinu brjálaðist ég hljóðlega úr kátínu, (þe flattist á vegg, datt á gólf ofl).  Einhvernveginn skildi ég þig Hrólfur (sorry zordís ekkert persónulegt)

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.5.2007 kl. 22:15

7 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Taka af honum eista???

Brynja Hjaltadóttir, 20.5.2007 kl. 23:29

8 identicon

Líst vel á áætlunina, heillandi.

Ragga (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 08:40

9 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Haldið .þið að vúdúbrúðurnar séu útstungnar af títuprjónum?

Ég veit ekki hvort ég meiki að reyna að breyta mér...

Emil, þú ert graður hlandhaus! 

Hrólfur Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband