Reis upp frá dauðum

Bara til þess að ítreka að ég get ekki haldið áfram að blogga sem Hrólfur verandi einhver lúser úti í bæ.  Það væri svona álíka hallærislegt og ef fullorðið fólk setti skó út í gluggan og óskaði sér að gullvisakort sem aldrei þyrfti að borga af kæmi frá jólasveininum.  Svo var ég líka farinn að endurtaka mig, það er mjög erfitt að blogga um aumingja sem hefur ekki áhugamál og gerir ekkert nema að drekka... eða er það ekki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei ekki beint, þér tókst nokkuð vel til með þetta.

Skiptir ekki máli þótt Hrólfur sé ekki ríl, ég vissi það allan tíman en skemmti mér samt konunglega hérna.

Skál! 

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:11

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Já fínt þetta, kallinn.Konunum var orðið íllt í skrollputtunum.Veit ekki hvaða puttar það eru hjá konum en ég nota löngutaung þegar mikið liggur við.

Þröstur Unnar, 25.5.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sjarminn minnkar náttúrulega aðeins við að vita sannleikann.....en þú gætir bara stigið upp frá dauðanum sem nýr maður........þ.e.a.s þú sjálfur!!!!

Eva Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 21:13

4 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Eða ertu kannski bara of leiðinlegur.......?????? ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 21:14

5 identicon

Ekki á hinu blogginu í það minnsta.

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:16

6 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég er svo leiðinlegur Eva að það er rafrænn köngulóavefur á gamlablogginu mínu og ekki verið sett þar inn færsla síðan Ísland fékk sjálfstæði frá dönum.  Hrólfur hann er pönk!

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 21:17

7 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ragga: held að þú farir bloggvilt.

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 21:18

8 identicon

Nei, hef enga trú á því.

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:19

9 identicon

En ég kjafta því samt ekki, hafðu ekki áhyggjur af því ;)

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:21

10 Smámynd: Þröstur Unnar

You2 get a room

Þröstur Unnar, 25.5.2007 kl. 21:22

11 identicon

Ég á minns eigins Hrólf, það dugar mér Þröstur ;)

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:25

12 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Erum bæði gift/sambúð.  En Hrólfur er núna að googla Röggu og ætlar að hringja í hana eða fletta upp heimilisfanginu og mætir þanngað með kass af slot´s undir hendinni.  Og rós milli vara... Nei, frekar rettu.

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 21:28

13 identicon

Nei ég hugsa að ég geti reykt rósina... það er smá meira rómó.

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:30

14 Smámynd: Þröstur Unnar

Minn maður, svona á að gera þetta, en fáðu nú leyfi hjá húskonunni fyrst.

Þröstur Unnar, 25.5.2007 kl. 21:35

15 Smámynd: Þröstur Unnar

Föstudagurinn 25. maí 2007

Frá kl. 21:35 til kl. 23:15

Bandarísk bíómynd frá 1977 um ævi Scotts Joplin, eins fremsta ragtime-tónskálds sögunnar. Leikstjóri er Jeremy Kagan og meðal leikenda eru Billy Dee Williams, Clifton Davis, Margaret Avery og Seymour Cassel.

Dagskrárliðurinn er 100 mínútur

Góða nótt 

Þröstur Unnar, 25.5.2007 kl. 21:37

16 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ekki fara Þröstur.  Og ef þú ferð, það er mynd á eftir.  Hrólfur er að fara að sofna, illi tvíburinn og eiginkonan eru kannski að fara niður í bæ...

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 21:46

17 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Svona..snýttu nú út úr þér nafninu......þú getur líka sett inn mynd ef þú vilt :)

Eva Þorsteinsdóttir, 25.5.2007 kl. 21:51

18 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Mynd, eigum við að skiptast á nektarmyndum?  (Hrólfur með yfirhöndina núna).

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 21:53

19 identicon

Mynd er það eina sem ég hef ekki séð.

Brósi og eiginkonan... skemmtið ykkur vel í bænum, ég bíð eftir Hrófli og slot´s kassanum. 

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:57

20 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Hrólfur er að reyna að binda skóreimarnar en er of fullur og mamma hans er farin á fund í kvennfélaginu Freyju, svo það er enginn til að hjálpa honum.

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 22:05

21 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Segðu Hrólfi að fara í afaskónum.  Drífa sig !  2 fyrir 1 í kvöld.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 22:09

22 identicon

Æj fjárinn... verð ég að sætta mig við Hrólfinn minn!  Sveiattann!

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:12

23 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Sættið ykkur við það, Hrólfur er dauður og ælandi, tvíburabróðir hans svo leiðinlegur að þið munduð aldrei endast til þess að lesa eina færslu eftir hann, enda byrja þær allar á: ég og konan mín, konan mín sagði, ég var að vinna, í vinnunni, í gær fór ég að sofa klukkan fimm mínútur yfir elluf, svona seint hef ég ekki sofnað í sjö ár...

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 22:17

24 identicon

Hann er ekki eins skemmtilegur og þú Hrólfur, það er satt en hann er ekki alveg svo leiðinlegur þó svo að hann tali um konuna og hádegismat... hann er ritfær og það er eitthvað sem svo marga bloggara vantar.

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 22:21

25 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Það er ekkert skrýtið að hann hafi ekki getað bundið skóreimarnar.... steindauður kallinn.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 22:24

26 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Þakka lofið stúlkur.  Þakka lofið.  Fer því miður ekki á barinn til að hitta ykkur því að Hrólfur stal bílnum og visakortinu.

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 22:46

27 Smámynd: Magnús Paul Korntop

hahahahaha,góður Hrólfur.

Magnús Paul Korntop, 25.5.2007 kl. 23:01

28 identicon

Vei,vei. Hann er kominn aftur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 23:21

29 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ef þið rekist á Hrólf, blindfullan á bílnum, segið honum þá að hann fái STÓRAN HEINIKEN FRÍTT ef hann skrifar í gestabókina mína.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 23:23

30 identicon

Skila því!

Ragga (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 00:36

31 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Aumingjar sem gera ekkert nema að drekka geta nú verið skemmtilegir.

Brynja Hjaltadóttir, 26.5.2007 kl. 01:24

32 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég veit um góðan geðlækni

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 02:24

33 Smámynd: Nefmælt og Kokmælt

Á maður að hlæja eða gráta? Bloggið hans Hrólfs hefur orðið tilefni margra umræðna hjá okkur Nefmæltri - er hann real? ekki real? Við vorum auðvitað búnar að komast að því að nafnið er ekki til - það er enginn Hrólfur Guðmundsson, 35 ára í þjóðskránni - en samt..
Þetta er eiginlega sorglegt því maður gat fyrirgefið eigin ektamanni ýmislegt eftir að hafa lesið færslurnar þínar .
Tek undir að þetta var bara snilld og vona nú að Hrólfur kallinn sé ekki endanlega dauður.
Kokmælt

Nefmælt og Kokmælt, 26.5.2007 kl. 11:06

34 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Úff.  Þrýstingurinn á mig eykst og eykst.  Hugsa málið.

Hrólfur Guðmundsson, 26.5.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband