Það er engin leið að hætta

Ég er ekki að syngja popplag í g-dúr þeirra Stuðmanna sem lengi hafa hrellt þjóðina.  Ég er undrandi yfir því að fólk taki ekki yfirlýsingum mínum um að skrúfað hafi verið fyrir bloggveituna alvarlega.  Reyndar hafa vinsældir mínar kitlað hégómagirndina og allt það.  Lofa því að leggja höfuðið í bleyti og hugsa málið um helgina hvort Hrólfur rísi upp frá dauðum (á þriðja degi) eða hvort einhver ættingi hans opni bloggsíðu.  Það verður nú samt dálítið skrítið að fara að blogga fyrir uppdiktaða persónu sem fólk veit að er ekki til, frá byrjun?  Hvernig er að lesa blogg eftir einhvern sem er ekki til, heldur bara hugarfóstur?  Er það eins gaman?  Er eitthvað vit í því?  Þetta þarfnast mikilla pælinga.  Jafnvel að ég fletti upp í þykkum bókum.  

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

It is a live! Já það er gaman

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 12:36

2 identicon

Mér fannst það gaman, samt var það meira gaman áður en brósi fór að brjótast í gegn.

Ragga (IP-tala skráð) 26.5.2007 kl. 12:37

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er eins og munurinn á ævisögu og skáldsögu.  Mér finnst skáldsagan betri, nema ævisöguritarinn sé þeim mun litríkari karakter.

Anna Einarsdóttir, 26.5.2007 kl. 12:45

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Og skrifaðu svo í gestabókina mína druslan þín !

Anna Einarsdóttir, 26.5.2007 kl. 12:46

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ef persónan er vel heppnuð, þá er egaman að lesa bloggið hennar, en það er ekki sjálfgefið. Þér hefur tekist vel upp með Hrólf.

En er það ekki rétt skilið að höfundur og leikari Hrólfs sé með sína eigin bloggsíðu? Mig langar að lesa hana líka (kannski er ég alltaf að því!), hver er slóðin á hana?

Viðar Eggertsson, 26.5.2007 kl. 12:57

6 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Takk Viðar en höfundur Hrólfs er svo hversdagslegur og venjulegur að það er spurning um að halda honum ennþá til hliðar.  Fólk sofnar stundum yfir síðunni hans.  

Hrólfur Guðmundsson, 26.5.2007 kl. 13:01

7 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvað meinarðu Hrollur, með venjulegur? Ert ekki að grínast?

Þröstur Unnar, 26.5.2007 kl. 13:33

8 Smámynd: Anna Einarsdóttir

TAKK Hrólfur elsku kallinn.   Nú sló ég þó met.  Sú eina sem er með draug í gestabókinni.

Anna Einarsdóttir, 26.5.2007 kl. 13:40

9 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Skrifaðu bara sjálfur og leyfðu svo Hrólf að koma með andsvar á móti...........þú veist, svona klofinn einstaklingur ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 26.5.2007 kl. 17:55

10 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Maður vissi alveg frá upphafi að Silvía Nótt var plat, samt hafði maður alltaf gaman að henni. Trúi því þess vegna að Hrólfur eða einhver ættingi hans geti alveg haldið úti skemmtilegu bloggi þótt það sé uppi á yfirborðinu að ekki sé um raunverulega manneskju að ræða.

Björn Kr. Bragason, 26.5.2007 kl. 20:16

11 Smámynd: Magnús Paul Korntop

"huldumaðurinn"blívur.

Magnús Paul Korntop, 26.5.2007 kl. 21:51

12 Smámynd: halkatla

ó já

halkatla, 26.5.2007 kl. 23:27

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hver heldurðu að trúi því að Hrólfur sé uppdiktaður. Hættu þessu helvítis kjaftæði og slepptu þér.

Jóna Á. Gísladóttir, 27.5.2007 kl. 01:19

14 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ertu ekki til? Skúffelsi að uppgötva það.

Brynja Hjaltadóttir, 27.5.2007 kl. 01:28

15 identicon

Fer ekki kistulagningin að verða búin?

Zorglúbb (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 14:01

16 Smámynd: Hip 2b^2

Persónulega get ég ekki sagt að þetta virkar þegar maður veit núna fyrir víst það sem maður grunaði..    Það væri eins og að hafa gaman af atvinnufjölbragðaglímunni í USA.   Sammála Zorglúbbi, live and let die ;)  

Hip 2b^2, 27.5.2007 kl. 18:20

17 Smámynd: Heiða  Þórðar

Blessaður vertu, það voru allir með það á hreinu að Hrólfur var uppspuni. Nema kannski þeir með greindarvísitöluna -100. Önnu saga og ósögð! Keep it up boy!

Heiða Þórðar, 28.5.2007 kl. 17:58

18 Smámynd: Alvy Singer

Þú ert búinn að klúðra þessu, hefðir aldrei átt að leyfa fólki að pæla í þessu. Ef þú ætlar að halda áfram skaltu byrja aftur eins og ekkert hafi í skorist og það sem fyrst.

Alvy Singer, 28.5.2007 kl. 23:34

19 Smámynd: Hulda Dagmar Magnúsdóttir

Á tvíburabróðirinn líka Fowler 100 greatest goals?

Hulda Dagmar Magnúsdóttir, 29.5.2007 kl. 00:05

20 identicon

Gaman væri að heyra hlið múttunnar

Dabba (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 00:22

21 identicon

Ég vil bara byrja á því að þakka þér fyrir frábært blogg. Mér finnst að þú hefðir átt að hætta þegar þú sagðist vera að hætta.. Það hefði verið miklu flottara en að koma aftur og fara að tala um þetta, ekki sem Hrólfur og í einhverjum vafa útaf vinsældum hvort þú eigir að halda áfram... Mér finnst pælingin missa sjarmann sem var svo gríðarlegur.. Það tók mig smá tíma að fatta að þetta var ekki alvöru gaur. Það er ekki til neinn Hrólfur Guðmundsson á Íslandi sem 35 ára.. Ég varð fyrir vonbrigðum en ég varð líka glaður fyrir hönd Hrólfs að hann skyldi ekki hafa verið raunverulegur.. En þessi White-trash pæling er ekkert smá góð og ég vil bara þakka þér kærlega aftur fyrir að hafa stytt mér stundir síðustu vikurnar...  Hlakka til að heyra í þér sem ný persóna :)

Pjetur (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 01:03

22 identicon

Hættu. Það er meira kúl. Þessi færsla skemmdi soldið bloggið...

Lesandi (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 14:25

23 Smámynd: Unnur R. H.

Heyrði bara halda áfram. Það er virkilega gaman að lesa bloggið sem tilbúin manneskja er að gera

kv unns

Unnur R. H., 29.5.2007 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband