Alltaf hálfvitar í fréttum

Hvenær ætla fjölmiðlar að hætta að segja fréttir af þessu pakki sem er alltaf fullt og dópað og kemst ekki í meðferð án þess að mamma þess styði það þanngað og fari að segja frettir af einkalífi alvöru fólks!  Ég væri til í að lesa um hvað fólkið í Keflavík væri að gera í kvöld?  Til dæmis Helgi og Gyða.  Þau eru eflaust að rífast og slást og drekka og dópa og hún að segja honum að barnið í maga hennar sé ekki hans heldur afsprengi sæðis úr Jose sem lengi var umsjónamaður jeppa á beisnum.  Viðbjóðslega pakk sem liggur undir útlendingum!

mbl.is Topplaus Britney þakkar fyrirbænir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bömmer

Ég er að verða fullur.  Mér er mál að míga.  Mér finnst enginn skilja mig.  Og enginn taka það sem ég segi eða skrifa alvarlega.  Reynir er brjálaður út í mig.  Líka mamma.  Útaf bloggi og peningum.  Reynir var að rukka mig um skitinn 20.000 kall sem ég skulda honum síðan í febrúar.  Mér finnst að hann eigi að sína mér biðlund.  Mér finnst vodka í sprite gott.  Hver vill koma á barinn með mér?  En á msn?  Mér leiðist. 

Fann fjársjóð á botni kvennmannsveskis

Var búinn að vera ómögulegur í dag og andlaus.  Eigandi kassa af bjór og flösku af vodka síðan amma lét mig fá húsbyggingarstyrk en ekkert kass til að fara í bæinn.  Horfði upp á það að þurfa að vera inni í þessu góða veðri og drekka fyrir framan tölvuna.  Oj.  Mamma óvenju fúl og svarar ekki hringingum mínum og mig grunar hana um að senda mig beint í talhólfið á gemsanum sínum.  Ætli hana gruni að ég sá orðinn örlítið blankur? 

Tók mig loks saman í andlitinu og læddist upp.  Ætklaði að laumast í veskið hennar mömmu og nappa úr því fimmara en fékk allt í einu einhvern sting fyrir hjartað. Fannst sem ég ætti ekki að vera að fá arfinn svona hægt og rólega fyrirfram hjá mömmu.  Djöfullinn var eiginlega að koma yfir mig?  Stóð með veskið hennar mömmu í höndunum við hliðina á símanum hennar sem byrjaði einmitt að hringja.  Mér dauðbrá og missti næstum veskið.  Sú gamla kom út úr eldhúsinu og leit á mig með svo döprum svip að ég fann fyrir kökk í hálsinum.  Hrólfur minn, sagði hún lágt, svo lágt að ég gat varla heyrt það, ef þig vanta pening skal ég gef þér hann.  Ég gat ekki sagt neitt.  Reyndi að koma uppúr mér: mig vantar ekki neitt, mamma mín, en það heyrðist varla.  Svo tók mamma af mér veskið og fór út í bíl og ók í burtu.  Ég gat séð hana bíta saman vörum fyrir aftan stýrið.  Ég fékk mér einn kaldann og retykti.  Vonaði að mamma yrði búin að jafna sig fljótt.  Ekki svo löngu síðar kom mamma niður til mín og taldi á borðið hjá mér 45000 krónur og sagði: meira átti ég ekki Hrólfur minn, ég vona að þetta smáræði geri þig hamingjusamann.

Núna drekk ég og horfi á peningabunkann og langar ekki til þess að eiga þessa peninga eða eyða þeim.  Ég heyri líka að mamma er að hlusta á Frank Sinatra á miklum styrk eflaust búin að fá sér staup, elsku gamla konan.  Kannski hún fari að leita í áfengi vegna þess að hún hefur áhyggjur af mér?  Hef ekki glóru um það en veit bara að mér finnst rangt að hafa af henni þessa peninga og mér finnst að ég ætti að bæta henni allt sem ég hef gert á hennar hálfu upp!  Helvítis kerlingarnar á barnalandi.is hafa kannski rétt fyrir sér?  Ég er kannski dusilmenni?

 


mbl.is Fjársjóður fannst í sokknu skipi á botni Atlantshafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnalandskerling ræðst á mig í kommentakerfinu

 

Svei mér þá ég skil alveg konuna, ég væri líka miður mín ef ég ætti þig og væri sennilega að harma að hafa ekki haft aðgang að fóstureyðingu á sínum tíma.

Hvernig væri nú að flytja frá mömmu, líta vandlega í spegilinn og gera svo raunhæfann lista yfir konur sem þú gætir hugsanlega náð í, tek fram að sennilega verður það stuttur listi. Amk ef myndin er eitthvað til að dæma eftir

Feitir, sveittir og latir alkar eru ekki beint það sem konur sækjast mest eftir , mér þykir miður að þurfa að upplýsa þig um þennan sannleika og særa þig örugglega í leiðinni en svona er lífið.

Ada Lovelace.

Svona ráðast þær á mig kerlingarnar af barnaland.is.  Fullar af fordómum og dómhörku og skilja ekki eitt né neitt og neita að skilja það.  Ég hef sko alveg séns og hef alveg litið í spegil.  Ég var nú í þriðjasæti í herra Seljaskóli ´87 og þótt að ég hafi bætt á mig nokkrum kílóum og misst smá hár er ég ekkert ógeðsskrímsli eins og kerlingahrossin á fokkings barnalandi.is

 


Pamela og tíkur á barnalandi.is

Er búinn að vera að fikta í þessu bloggi mínu.  Það hefur engu skilað nema að núna vakir hún yfir mér, þessi elska, Pamela Anderson, fyrrum Lee.  Mér finnst það vera eins og að eiga minn eiginn verndarengil.  Það fór reyndar í taugarnar á mér í myndinni Borat að hann varð skotinn i henni.  Finnst það hallærislegt að menn verði skotnir í stjörnum.  Það er ekki hægt að verða skotinn í frægu fólki.  Maður á bara að tilbiðja það úr fjarlægð.  Ég er ekki skotinn í henni, finnst hún bara vera með töff svip.  Og flottann líkama.  Það er líka eitthvað svo góðlegt við hana.  Fíngert og brothætt.  Hún virkar svona kona sem maður vill bjarga úr sjávarháska.  Vera góður við.  Vernda.  Hætta að borða óhollann mat og drekka og reykja fyrir.  Kona sem maður mundi vilja eignast með börn.  Þær eru fár svona hér á landi.  Flestar konur á Íslandi yfirleitt pakk og fífl á barnalandi.is eða sögusmettur og kjaftatíkur og konum eru konum verstar.  Sá til dæmis í dag hvernig þær fóru með hana Alvildu á barnalandi.is.  Viðbjóðslegt.  Það er sko klámvefur sem ætti að loka.

Sko, fleirri en ég sem flýja móður sína

En ef mig misminnir ekki þá er það ekki í fyrsta sinn sem þessi kona lætur lýsa eftir sér.  Annað hvort á hún tryggann eiginmann eða umhyggjusama móðir.  Mér finnst reyndar að Emil hefði átt að lýsa svona eftir sinni eiginkonu .egar hún var að stinga hann af.  Þá hefði hún nú ekki komist langt.  Núna gæti Emil reynt bara að auglýsa eftir nýrri konu.  Til dæmis á einkamálum.is
 
Ég var þar eitt sinn en líkaði sú vist ekki vel.  Konum fannst ég ljótur og hættu að skrifast á við mig eftir að ég hafi sent þeim mynd. Eða þær bara hreinlega svöruðu aldrei.  Svo ef þær voru til dæmis tvíkynhneigðar, þá, einhverja hluta vegna ,vildu þær alltaf fá af mér myndir af mér og minni fyrrverandi í samförum.  Eins og ég ætti svoleiðis myndefni á lager.  Það olli mér heilabortum af hverju 18-19 ára tvíkynhneigðar skólastúlkur höguðu sér þanni og hættu að skrifast á við mann ef maður gat ekki sent þeim heimatilbúið porn.  
 
Vonandi finnur móður þessara konu hana aftur.  Ég þarf sjálfur að fara og blíðka mína eigin.  Hún er þreytt og nennir ekki neinu.  Einhver þarf að elda eða borga fyrir mat.  Og ekki gerir hún það í því ástandi sem hún er í núna.  Situr bara og hlustar á Frank Sinatra og er búin að fá sér tvö staup af einhverju sem er með miklum sykri í.  Sjálf bindindismanneskjan.  Þegar ég fór upp áðan að leita að plötu með "Brennið þið vitar" leit hún á mig rauðeygð og sagði:  Hrólfur minn, Hrólfur minn, hversvegna gerirðu mér þetta, elsku vinur?
 
Ég hef ekki gert henni neitt. 

mbl.is Lögregla lýsir eftir konu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brennið þið vitar!

Datt það lag í hug þegar ég frétti að stjórnin hafði sprungið í loft upp á meðan ég svaf úr mér verstu smiðshöggin.  Og þar sem ég er hættur að blogga um sjálfan mig þá verður spennandi að sjá hvað gerist næst.  Mun Ingibjörg og Geir mynda ríkisstjórn?  Mun mamma fara og ná í pizzu fyrir mig eða verð ég að láta senda hana heim?  Verður Björn ráðherra eða mun útstrikunarherferð Bónus bjórsframleiðenda senda hann í óbreittann þingmannsbúning?  Á ég að rölta út í sjoppu og fá mér hammara og spólu?  Verðru hagsæld á næstu árum eða verður hægt að lifa á styrkjum eins og fínn listamaður eða hjólastólarallkappi.  Ég er að hugsa um að grafa upp Brennið þið vitar.  Það er til á hljómplötu hérna uppi.  Kannski hjálpar það mér til þess að hugsa?  Mamma er að fara yfir próf.

mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnaland drap hugsanlega bloggið mitt!

Og gjörsamlega eyðilagði fylliríið mitt í gær.  Ég fór á Dillon og hefði alveg getað verið þar einn ég var ekki í skapi að tala.  Það var reyndar einhver karl sem kom og sló mig á öxlina og sgði: Hrólfur Baby!  En þar sem ég er ekkert fyrir homma nennti ég ekki að tala við hann.  Hitti Reyni sem var slefandi utan í einhverri kerlingu sem var einmitt rauðhærð (þær eru verstar) og mátti ekki vera að því að tala við mig um mín vandræði.  Hver var það sem stóð með honum eþgar hann sagðist vera brátt eistnalaus?  Fór heim.  Fúll og næstum ekkert drukkinn.  Veitt ekki hvað ég geri meira í eþssum bloggmálum?  Kannski ég hætti bara.  Er allavegana í óstuði að deila miklum um sjálfan mig í augnablikinu.  Ég er aftur farinn undir sæng.

Ég er frægur, frægur! Og ekki til.

Arftaki Mengellu er mættur: Bjóðið Hrólf Guðmundsson velkominn

Hver man ekki eftir Mengellu? Aldrei kom í ljós hver var á bakvið þessa vel skrifandi og kjaftforu veru sem gerði allt vitlaust með hverri færslunni á eftir annarri.

Það sem einkenndi Mengellu var hversu vel skrifandi hún var. Þá var pólitísk rétthugsun ekki til í hennar heimi, sem var varð til þess að kommentakerfið á bloggsíðu hennar var troðfullt af fólki sem kepptist við að fara á taugum yfir ummælum hennar.

Mengella er hætt að blogga en nýr huldumaður er mættur á svæðið; Hrólfur Guðmundsson. Í þetta skiptið velur penninn þó að láta huldumanninn ganga undir nafni og birtir meira að segja af honum mynd. Hrólfi þykir ekki leiðinlegt að stuða:

Ein stelpa með kúrekahatt og risa tattú á bakinu sat við hliðina á horrenglu.  Ég kannaðist við hana úr lesbískri femínistahljómsveit.  Fannst góður biti vera farinn í hundskjaft þar.  Á þessu balli var ekkert til þess að hösstla og eiginlega fátt sem dróg andan nema þá af gömlum vana.


Stórskemmtilegt er að lesa ævintýri Hrólfs, sem er eins og Mengella, afbragðs penni en töluvert óheflaðri og orðljótari en hún. Ólíkt Mengellu er Hrólfur framsettur sem hálfgerður lúser. Hann leigir hjá mömmu sinni og sendir hana ósjaldan út eftir pizzu og sígarettum. Þá drekkur hann óhóflega, ber enga virðingu fyrir konum og er í þokkabót atvinnulaus.

Hrólfur segist vera fæddur í Reykjavík árið 1972. Enginn Hrólfur Guðmundsson fæddist þetta ár samkvæmt þjóðskrá. Hann er feik, en stórskemmtilegt lestrarefni engu að síður.

Ég sá þetta á fokkings barnalandi.is og varð hissi og svo stoltur og svo varð ég frekar súr.  Mér finnst illa að mér vegið í þessari færslu og það að enginn Hrólfur Guðmundsson hafi fæðst þetta ár sýnir nú að færslu ritari, gaur sem vinnur á Fréttablaðinu og ég man ekki hvað heitir og nenni ekki að gúgla, er með takmarkaðan aðgang.  Haha...  Lúser.  

Mig langar samt að sjá hversu margir halda að ég sé ekki til?  Og hver er ég þá?  Vonandi ekki mamma og vonandi ekki Elísabet Ronaldsdóttir því að hún er svo leiðinleg. 

Er farinn út í leigara.  Sjáumst á dillon, líka þú rauðhærða. 


Helvítis viðbjóðslega barnaland.is

Á vefnum barnaland.is hanga feitustu og ljótustu og bólugröfnustu og verst lyktandi og bitrustu kerlingar sem heimurinn hefur alið síðan Herman Görning reynda að skipta um kyn með blásýrutöflu.  Á þessum vef hanga þær og baknaga og niðra allt og alla. Svertingja, homma, gyðinga, rúmena sem spila á harmonikkur, hverja aðra og mig.  Heilafatlaða Hrefna var þar löngum (komst að því síðar) og skrifaði trekk í trekk færslur um það hvað ég væri vondur, gagnlaus, fullur, spilasjúkur, blankur, heimskur, sköllóttur, feitur, kiðfættur, þjófóttur, lyginn, mömmustrákur... 

Og dundaði sér við það á kvöldin að niðurlægja mig á meðan ég var á barnum að horfa á bolta með strákunum.  Svo kom ég heim á næturnar og í stað þess að finna hana mjúka og raka uppi í rúmi sofandi, svo ég gæti velt henn á hliðina og másað í eyra hennar á meðan ég athafnaði mig, sat hún bitur með rauða hvarma og póstaði hverja færsluna á fætur annari um hvað ég (kallaður ASNINN) væri nú óþolandi.  Svo þegar kerlingarófétin voru búin að segja henni það nógu oft í linkum við færslur hennar að ég væri ómögulegur, pakkaði hún niður og fór.  Tók meira að segja Fowler 100 greatest goals og gaf frænda sínum bara til að skaprauna mér.  Ég hata barnaland.is það hefur valdið fullt, fullt af skilnuðum og á eftir að valda.

Ég fer að hitta Reyni á Dillon um miðnætti ef einhver nennir.  Svo er ég líka með msn.  En ég nenni ekki þanngað inn núna. Ætla að hlusta á Queens of the stoneages og berja hausnum í vegginn. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband