Hitti Reyni á ölstofunni í gær en hann var þá upptekinn af því að míga utan í einhverja strákastelpu. Mér leiddist og tók einn rúnt á nokkra bari. Ekkert spes um að vera. Og ég varð svangur hafði bara gúffað í mig nokkrum pulsum í kvöldmat, þannig aða ég fór bar og sótti mér pizzu og tók leigar heim. Búinn að á nóg af djamminu. Þegar ég kom heim sá ég að það logaði ljós hjá mömmu svo ég leit á hana. Hún sat í lazyboy og var eitthvað að eiga við videóið með fjarstýringunni. Sagði mér að nú þyrfti hún að fara að kaupa dvd, það væri ekkert úrval af videospólum lengur. Ég bauð henni pizzu. Hún brosti og fór og náði í diska. Ég fór niður og náði i bjór. Þegar ég kom til baka lét hún mig setjast í lazyboyinn og vafði teppi um fæturnar á mér. Hún settist við hlið mér á skemilinn og við horfðum á Titanic og drukkum bjór og borðuðum pizzu. Mamma kyssti mig góða nótt þegar ég fór niður.
Athugasemdir
Þú átt góða mömmu Hrólfur
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 13:51
Hvað er í gangi í þínum sjúka heila Emil?
Hrólfur Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 17:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.