Mamma sagðist í morgun að hún hefði fengið að sofa í litlu herbergi á göngudeild geðdeildar Landspítalans í nótt því að hún hefði verið alveg búin á því, andlega og líkamlega, eins og hún orðaði það. Svo kom hún heim, fljótandi til augnanna og opnaði skúffum og skellti þeim aftur. Tók drasl út úr skápum og hrúgaði því á gólfið. Ég nennti ekki að vera að skipta mér af henni og fór bara niður eftir að hafa nappað frosinni pizzu. Svo heyrði ég öðru hvoru fótatak í mömmu og einstaka skell í hurð eða brothljóð í disk. Ég var ekkert að pæla í því. Var að blogga og skrifa. Í góðu tjilli með bjór og rettur. Lagði mig svo einhverntíman uppúr sex eða sjö. Sáttur við vinnu dagsins.
Vaknaði við það að einhver skellti hurð aftur og aftur rétt hjá mér. Leit upp og klóraði mér í pungnum að venju. Stóð þá ekki mamma bara í dyragættinni á svefnherberginu mínu í náttkjól með hárið eins og brjálaður vísindamaður í allar áttir og skellti hurðinni aftur og aftur! Mér brá. Ekki vegna látanna heldur vegna þess að náttkjóll mömmu er nær gegnsær og svo alveg örugglega 3-4 númerum of lítill á hana. Ég verð að viðurkenna að mamam er engin Paris Hilton. Meirs svona Didda ljóðskáld, samt í líkama hennar þarna Klingenberg spákonu. Ég setti koddann yfir höfuð, bæði til þess að þurfa ekki að horfa á spikið á mömmu og órakað, þið vitið hvað, og svo vegna hurðaskellanna.
Hún hætti samt ekkert að skella. Öskraði hás og raddlaus að við þyrftum að tala saman. Ég bröllti á fætur með vininn hálfan eftir draumfarir. Ekki beint viðeigandi eins og mamma var klædd. Hún hélt út úr herberginu á undan mér, sparkandi í bók sem lá á gólfinu og ég gat séð alla appelsínuhúðina. Heill appelsínulundur þar. Í góðri rækt.
Uppi hjá mömmu var ásýndin eins og eftir fellibylinn Katrina eða fellibylin Hrefna sem lagði Njálsgötuna oft í rúst. Svo oft að þegar við skildum var íbúðin tilbúin undir tréverk. Mamma byrjaði straks að æpa að mér og öskra og ásaka mig um drykkju, leti og ábyrgðarleysi og að eyða ekki bara mínum peningum, heldur hennar líka í áfengi og lauslátar drósir. Ég kveikti mér í ságarettu og sá að mamma hafði tæmt serrýflöskuna sína.
Ég held áfram með þessa frásögn á eftir. Ég þarf núna eitthvað sterkara en bjór og smá tíma til að ná áttum. Mér er brugðið. Augu mín sáu, sáu allt of mikið. Ég held að nú sé æsku minni endanlega lokið.
Spá allt að 10 fellibyljum á Atlantshafi á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æsku þinni og sakleysi ... gangi þér vel.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.5.2007 kl. 21:38
Þó fyrr hefði verið ;)
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:39
Hvað er að því að vilja halda í æskuna?
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 21:41
Sko ekki að það skipti höfuðmáli hvort þú ert fiktion karakter eða real, færslurnar eru brilljant. En stundum má sleppa því að deila með sér kvölinni. Hm... ég meina það Hrólfur suma hluti VILL maður ekki vita.
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 22:31
Þú átt að vorkenna mér. Ég er búinn að þvo augun á mér með sápu en sé enn bara %&$#/$%# sk***n á mömmu!!!!
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 22:35
Fáðu þér kókómjólk og snúð, og haltu í æskuna
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 23:36
Það er eitthvað virkilega truflað við þessa færslu!!!
oktorius (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 07:25
HVað er truflað við þessa færslu? Jú Klepparinn Emil sem kommentar á allt.
Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.