Hallgrímur bendir á í kommentakerfinu við síðustu færslu að ég gæti verið kona? Ég hef verið í kjól, satt er það. Málaður á tímabili en það er löngu liðið og var þannig að fleirri drengir voru í þeim pakka. Ég hef líka vaxað af mér lappirnar...
Mamma er komin heim. Það er gott. Hún lenti í ógöngum, ekkert merkilegum en fékk að sofa á bráðadeild geðdeildar Landspítalans. Rosalegur pirringur þetta í henni og histería. Núna er hún uppi og opnar og lokar skápum og skúffum og skellir þeim aftur. Líak búin að sparka stól um koll. Ég er að hugsa um að taka bílinn hennar þar sem ég hef bara drukkið einn bjór í dag og skutlast í ríkið. Það er gott veður og fyllirí bætir mitt geð!
Athugasemdir
"Ég hef líka vaxað af mér lappirnar...?" Ertu fótalaus Hrólfur?
Eva Þorsteinsdóttir, 22.5.2007 kl. 15:37
Fullur?
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:38
Ég er fótalaus kona. Smá tipsy, ekki fullur.
Hæ, þú Emil, ljóti goblíni!
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 15:48
Hrólfur þú ert að nálgast hæstu hæðir í frásögnum. Hvenær kemur út bók?
Jenný Anna Baldursdóttir, 22.5.2007 kl. 15:51
Jæja þú ert þá allavega vör við fótaleysið, það er nú ágætt.
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:01
Engin bók. Bara tómar öldósir.
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 16:09
OJJJJJ.... Ég vil ekki vera þú. Þú ert fúl gæra.
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 16:12
Tómar dósir? Geturðu ekki komið við í endurvinnslunni og selt þær svo þú getir borgað 20.000.kallinn um leið og þú ferð í ríkið?Það er greinilegt að þín innri kona er að blómstra . Vaxaðir leggir, kjóll og öl .Vertu góður við mömmu þína .
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 17:12
Mamma er erfið núna. Skal samt fara upp á eftir og sjá hvort hún vilji eitthvað eða ég geti eitthvað gert.
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.