Þar sem ég var bara rólegur að horfa á Titanic með mömmu í nótt í stað þess að drekka mig á rassgatið og höstla einhverjar tjellingar, þá vaknaði ég ofursnemma. Fór upp og þáði ristaðbrauð og kaffi hjá mömmu. Og þegar hún bað mig um smá viðvik (að koma vetradekkjunum hennar fyrir á góðum stað í bílskúrnum) brást ég jákvæður við og dreif mig í verkið. Þegar ég hafði lokið að setja dekkin upp á hanabjálka, tók ég eftir því hvað það var mikil óreiða í skúrnum. Ég fór því niður til mín, sótti geislaspilara og diska og 4 dósir af slot´s og fór að endurskipuleggja og raða í bílskúrnum. Varð svona sveittur og skítugur og illa lyktandi. Mikil verkalýðshetja. Mamma varð svo glöð þegar hún komst að því hvað ég var að gera að hún fór að baka köku og meðan hún var í ofnum fór hún út í Nettó að kaupa læri. Reyndar fann hún hvergi ófrosið læri og kom því með 1944 bjúgur í uppstúfi en það er líka vel ætt. Í kvöld ætla ég bara að liggja í baði og hugsa og setja síðan saman nokkur orð á blað sem a verið að brjótast um í kollinum á mér.
Íslendingur í úrslit í uppistandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvenær gladdir þú einhvern síðast?
Hrólfur Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 18:16
35 og býrð hjá mömmu þinni?
hallzen (IP-tala skráð) 20.5.2007 kl. 19:25
Leigi hjá múttu. Kjallarann, það er sko íbúð en innangegt.
Hrólfur Guðmundsson, 20.5.2007 kl. 21:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.