Illi tvíburabóðir minn!

Ég á tvíburabróðir.  Sem þýðir að hann er 35 ára eins og ég.  Nema að þetta fífl er ekki fituhjassi.  Hann er grannur en jafn hár mér, 186.  Mað fullt af hári.  Jafnvel það allt en reyndar með gleraugu.  Ég mundi segja gott á hann ef ég gengi ekki líka með gleraugu og mín væru ljótari en hans.

Illi tvíburabróðir minn er með menntun í félagsvísindum eða einhverju þannig?  Hann gegnir góðri stöðu.  Hann þarf oft ekki að gera neitt á milli 11 og 13 á daginn og svo eftir klukkan 15-16.  Þá hefur hann oft bloggað.  Illi tvíburabróðir minn nennir ekki alltaf að hanga í tölvuleikjum eða vinna heimaverkefnin sem hann þarf að sinna.  Hann er með asnaleg áhugamál.  Myndlist og bækur.

Þetta skoffín hann tvíburabróðir minn er giftur.  Hann er giftur mjög fallegri fræðikonu.  Hún er það sem ég kalla: eitursvölrokkpía.  Þau eiga heimili í Vesturbænum.  Það er fullt af myndlist og bókum á heimili þeirra.  Fallegum munum og fötum og öllu því sem er ekki til í kjallaranum mínum.  Þau mundu aldrei drekka slot´s.

Öfugt við mig þá reykir illi tvíburinn ekki.  Hann syndir og skokkar.  Hann drekkur rauðvín.  Ég mundi aldrei drekka svoleiðis hland.  Hann er góður kokkur.  Hann borðar grænmeti og speltbrauð.  Aldrei hammara og pizzur.

Ég nenni ekki einu sinni að blogga um þetta peð án þess að fá gall upp í háls.  Oj.  Hann er svo mikið erkifífl.  Ég held samt að ég hafi laumað honum í einhverja færslu?  Ég man það ekki?  Mér finnst hann leiðinlegur.  Hann er búinn að missa áhugan á mér.

Og hefjast nú játningar.

Illi tvíburabróðir minn sem stendur núna fyrir aftan mig með hengingaól hefur ekkert á móti femínistum.  Hann og kona hans eru bæði femínistar og ala unglingspilt upp við þær hugsjónir.  Þó ekki samt eftir línu femínistafélags Íslands, heldur ýmsum kenningum sem þau hafa viðað að sér.

Helvítið hann tvíburabróðir minn sem er að ónáða mig með því að blístra útfaramars, þekkir ekkert til Hildi Lillendalhs skáldkonu og hefur ekkert á móti henni.  Hann hafði gaman af þeim ljóðum eftir hana sem hann sá birtast í blöðum og hafði heyrt það frá kunnugum að hún væri mikil netkona og stæði stundum í stappi við smámenni á netinu.  Honum fannst fyndið að bögga hana með því.  Og greyið Korntop í leiðinni.  Hann sér eftir því og biðst afsökunar.

Eins vill þetta smámenni sem fæddist örlítið á undan mér biðja zordisi afsökunar, salvor, ellyarmans, dauðarokkara, femínista, konur á barnalandi.is, og alla þá sem hann skeytti skapi sínu á eða hæddi í gegnum mig.  Honum fannst það stundum fyndið en oft fékk hann hroll yfir því hvað hann gekk langt.  Til dæmis á síðum zordis.blog.is og hugsaðu.blog.is.  Þar hagaði hann sér eins og Emil en ekki fullorðinn karlmaður.

Reyndar er malika666 ráðgáta.  Hún þóttist þekkja Hrólf og fyrstu konu hans.  Það finnst okkur bræðrum báðum fyndið.  Við óskum henni alls hins besta en vitneskjan um að einhver gæti líkst Hrólfi er frábær.  Nafnið valdi sá illi af gömlum skólabróður.  Vonandi er það þó ekki hann? 

Smámenninu, þessu bölvaða dusilmenni sem blés í mig líf eins og rabbíni í gólem, bara til þess svo að taka mig úr umferð þegar ég var loksins að öðlast viðurkenningu, óska ég alls ills.  Það er þó ólíklegt að hann taki mark á bölbænum frá mér.  Ég er nánast feigur núna.

Reyndar hafði illi tvíburinn gaman af því hvað það er skemmtilegt fólk á moggablogginu í bland við asna og umrenninga.  Bloggumrenninga.  Honum fannst ég eignast mikið af cool vinum, fólki sem tók mér eins og ég var.  Líka mömmu.  Mömmu sem hann ætlar að leggja inn á Klepp á eftir.  Svo keyrir hann mig á Vog.  Þannig endar þetta.  Við stígum upp í bíl og hann ekur með mig út í eitthvað fokkings úthverfi og lætur mig í umsjón lækna og ráðgjafa sem munu kenna mér að biðja og gera úr mér betri mann.  Kannski er það bara best?

En það verður engin bók.  Engin mockumentary.  Engin kvikmynd:  Hrolfur the movie.  Til þess er ég ekki nógu merkilegur.  Til þess er ég of einfaldur og flatur og þeir sem eru í kringum mig of líflausir.  Þessvegna verð ég núna að deyja.  Til að illi tvíburabróðir minn geti aftur farið að nota daginn í skýrslur og rannsóknir og hvað það er sem hann eyðir tímanum sínum í.  Ekki er það að drekka slot´s og horf a á klám, svo mikið er víst.

Þannig að núna stendur hann fyrir aftan mig.  Ekki í kufl og með ljá, frekar bara í jakkafötum og hringlar í bíllyklunum  Ef ég lít við mun ég geta séð mig í síðasta sinn speglast í gleraugunum hans, feitan og sköllóttann karl með blett á bolnum eftir hamborgarasósu og sígarettupakka vafinn inn í ermina á stuttarmabolnum, umkringdur svartri gjörð.  Rammaður inn í sjóndeildahring skapara míns.  Táknrænt fyrir endalok mín.

Ég veit ekki hvað ég á að segja svona í síðasta sinn?  Skál?  Það á ekki við, verð að nota tíman vel, þennan litla tíma sem hann úthlutaði mér núna.  Á ég að segja: minnist mín eins og ég var?  Nei, það er ekki kúl?  Niður með barnaland.is? 

Ég æli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hehehehehe.........hvað er svo nafnið á vonda tvibbanum?

Til hamingju með uppáhalds sögupersónu mína.......eða á eg að fara að gráta......uhuhuhuhu???

Hann er jú að yfirgefa okkur?

Eva Þorsteinsdóttir, 23.5.2007 kl. 20:52

2 identicon

Hvíl í friði Hrólfur.

Ragga (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 20:56

3 identicon

Þú ert snillingur!

V (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 20:58

4 identicon

huhuhuhu  þín verður sárt saknað. Getur "illi"tvíbbinn þinn ekki kíkt á bloggið þitt á meðan þú ert að læra að verða betri maður?Þú gætir allavega hringt fyrirmæli til hans í símatímanum af Vogi.. Minning þín lifir.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:08

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi þetta var of gott til að vera satt.  Nebb fínt að Hrólfur hefur runnið sitt skeið á enda en ég sakna hans samt. Búhú!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 21:08

6 identicon

 SNILLINGUR!

Guðrún.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:17

7 Smámynd: Stríða

Neiiiiiiiiiiiiiiiiiii...............Ertu hnakki? Þarf að æla..........

Stríða, 23.5.2007 kl. 21:20

8 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Hnakkar skrifa ekki.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:26

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð Hrólfur hvað þú átt bát.

Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2007 kl. 21:28

10 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Æjji :(
Ég er ósammála þessu með að þú sjálfur sért of einfaldur og flatur og fólkið umhverfis líflaust. Ég trúði þessu öllu ... nema þetta með að horfa á Titanic með mömmu, það var too much ;)
Mér fannst Hrólfur vera indæll psýkópati sem væri trúandi til alls og því spennandi að fylgjast með.
Hefðir átt að halda áfram.

gerður rósa gunnarsdóttir, 23.5.2007 kl. 21:30

11 Smámynd: Stríða

Hrólfur, ertu giftur maður í vesturbænum með multiple personality disorder?

Stríða, 23.5.2007 kl. 21:31

12 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ágæta fólk takk fyrir kveðjurnar.  (Hrólfsómyndin bara kurteis?) Látið bara Emil ekki traðka þessa gröf í svaðið með klámi.  Ég veit ekki hvað ég á að hætta mér (og finnast sniðugt undir fölskuflaggi Hrólfs) að svara miklu hérna.  En ég kem eflaust aftur.  Á einn eða annann hátt.  

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:39

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið á ég eftir að sakna þín. Þú hefur lífgað mikið upp á bloggheima. Ætlaði að kíkja á frétt sem þú hafðir hlekkjað við eina færsluna að einhver hefði kært þig fyrir óviðeigandi tengingu og fréttin var fjarlægð!!! Fékk hláturskast! Hvað er að fólki? Það hefðu án efa allir gleypt við því ef þið mútta hefðuð horft á Van Damme-mynd saman. Titanic er viðbjóður! Alla vega lagið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 21:41

14 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég elska lagið.  Nei ég meina Hrólfur.  Ég er meiri pönkari.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:43

15 identicon

Hvort sem þú kemur aftur sem Hrólfur eða brósi þá verður eflaust gaman að lesa þig, þó svo að Hrólfur þó ótrúverðugur væri var mjög svo skemmtilegur karakter.

Djöfull er ég fegin núna að þurfa ekki að éta neitt ofaní mig :þ 

Ragga (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:47

16 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Kæra Malika, ég veit að ég er mjög myndarlegur (ekki með umdeilda fegurð eins og Hrólfur og Emil) en það þýðir ekkert að reyna við mig, ég er vel giftur.

Við eigum aldrei eftir að horfa saman á Títanik, tvö ein. 

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:48

17 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

ÞArft ekkert að éta Ragga en mátt skála í rauðvíni, einhverju ekki of dýru (listamenn eru alltaf blankir) en frá chile helst.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:50

18 identicon

Myndi skála ef ég ætti til eins og eina flösku... ég er svo blönk sjáðu til.  Það verður því bara að bíða betri tíma.

Ragga (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:51

19 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Þegar þú verður búin að selja mér verk.  Eftir útskrift.  Eða eitthvað.

Hvað api er þetta fyrir ofan mig? Þessi með gleraugun.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:53

20 identicon

Ja ég býst við að betur gangi að bjóða brósa og frú á sýningu heldur en Hrólfi nokkurntíma ;)

Ragga (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:56

21 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Ég er fátæk llistakona sem skála stundum í rauðu...en ég er að hugsa um blogg sem kom upp um daginn þar sem einn sagðist ætla að gera sér eitthvað og gerði það í beinni fyrir framan alla bloggvini sína.....þá varð gamanið grátt og maðurinn steindauður hangandi fyrir framan alla sem hélu að allt væri grín. Það var ekki fyndið jók.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 21:56

22 identicon

Vá, hvernig kom þessi tenging?

Ragga (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 21:58

23 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Hrólfur og hans vinir verða ekki útskýrðir.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 21:59

24 Smámynd: Stríða

Hrólfur er Ágúst, ekki er það sama og sjálfsmorð Katrín?

 Hvað er í gangi með þetta blog. BRING BACK HRÓLFUR!

Stríða, 23.5.2007 kl. 22:01

25 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Gleymdi ég ekki að segja frá því að Hrólfur er með ljótt rautt exem í kringum nafnlan?

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 22:11

26 identicon

Takk fyrir að deila því með okkur!

Ragga (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:13

27 Smámynd: Stríða

hvað er nafnlan, nýtt net fyrirtæki?

Stríða, 23.5.2007 kl. 22:13

28 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Stríða: Ef þú hefðir alltaf verið svona skemmtilegur þá hefði ég aldrei hætt sem Hrólfur.

Malika: Skal vera svaramaður feitasaurs hvernær sem er. 

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 22:16

29 identicon

Ekki Fara!!!! veit ei hvurnig skal eiða deginum eftir að þú ert farinn. Þú ert fyrirmynd og Guð í mínum augum... Takk samt fyrir dægrastyttinguna

mengele (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:22

30 Smámynd: halkatla

lokaorðin segja það allt

halkatla, 23.5.2007 kl. 22:22

31 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Mangele takk fyrir að brjóta boðorð og telja mig guð.  Ég sný aftur hér á blog.is undir öðru heiti en þó ekki strax.  Eftir 2-3 mánuði þegar allir hafa gleymt Hrólfi.  Þegar Emil verður kominn í netlaust sambýli.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 22:25

32 Smámynd: Þröstur Unnar

Þetta er verra en barnaland!

Þröstur Unnar, 23.5.2007 kl. 22:29

33 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég ætla að þakka Klaus einhverjum þjóðverja fyrir að ,,lána" mér mynd af sér af Myspace þar sem hann vara að reyna að hössla.  Takk.

Hrólfur Guðmundsson, 23.5.2007 kl. 22:45

34 identicon

Takk"Hrólfur"

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 23:26

35 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir mig Hrólfur.

Magnús Paul Korntop, 23.5.2007 kl. 23:42

36 identicon

Þú ert yndi

Guðrún.

Guðrún (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 23:49

37 Smámynd: Haukur Viðar

Hahaha klassík!

Haukur Viðar, 24.5.2007 kl. 00:08

38 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Úff.. Takk!

Minn "evil twin" sem hefur alltaf verið til vandræða varð allt í einu eitthvað svo... ágætur

Takk fyrir mig 

Heiða B. Heiðars, 24.5.2007 kl. 01:04

39 identicon

Ég hefði viljað að þú héldir áfram sem Hrólfur, enda var þetta blogg með því betra hér á mogganum.

Ég segi bara eins og ein söguhetjan þín : 

Hrólfur minn, Hrólfur minn, Hví gerir þú mér þetta?

Þó þú hafir auðvitað ekki gert mér neitt

Björn I (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 09:33

40 identicon

Hva þú hefur það bara gott í náttfatapartýinu í rúma viku og svo skötlastu bara á Feita dverginn og byrjar að blogga aftur

Nron (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:24

41 identicon

Ekki fara hætta núna.. Ef þú heldur áfram með þessar frábæru sögur er aldrei að vita nema BYR fari að borga þér big money fyrir auglýsingapláss... Þá geturu loksins sagt mömmu þinni að þú sért komin með hálfgerða vinnu og getur kannski splæst á hana 1944 rétt á milli slots glasa...

Skonsan (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 10:32

42 identicon

Búin að spotta bróður þinn... Aðdáandi bóka Tove Jansson, búinn að vera í "blogglægð" sjálfur og á heimili hans er væntanlega fölnandi  appelsínugulur blómvöndur sem eiginkona hans færði honum um daginn.

Animalía (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:32

43 identicon

Gleymdi einu - takk fyrir góða skemmtun!

Animalía (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:34

44 identicon

Megi Hrollur hvíla í friði

Zorglúbb (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 12:01

45 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Enn og aftur takk allir og Emil Kleppari fyrir kveðjur og hlýhug í minn (Hrólfs) garð.  Ég er að sjálfsögðu enn að drekka en illitvíburinn er að ljúka hádegismat.  Megi hann líka puða í víti.

Hrólfur Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 12:25

46 identicon

Vá...

Ragga (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 13:50

47 identicon

Það er bara svona - karlkynsútgáfa af Sylvíu Nótt? Spurning um þátttöku í næstu Eurovision

Vona í það minnsta að þú skrifir áfram. Alveg bullandi ritfær og hugmyndaríkur. Synd að nota ekki slíkar gjafir sjálfum sér og öðrum til gleði og yndisauka

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:38

48 identicon

Uss uss, þetta getur ekki verið:

Illitvíburinn

Stríða (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:39

49 identicon

Nei, nei, Stríða, Ágúst Borgþór kemur hvergi nærri. Lestu það sem ég skrifaði hér að ofan og farðu svo að leika þér í Google.

Animalía (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 14:44

50 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Emil, sá snillingur, googlaði mig í Svíþjóð í gær.  En hann er líka með smokk á hausnum.

Hrólfur Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 15:04

51 identicon

Bíddu, bíddu... er Svíþjóð í vesturbænum!?

Ragga (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:11

52 identicon

ég veit hver hrólfur er.  Hrólfur er kona.

http://thordis.blogspot.com

petra (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:24

53 identicon

Æ nei, petra, það eru fleiri aðdáendur Múmínálfanna en hún Þórdís blessunin.

Animalía (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:26

54 identicon

Afhverju ekki bara skella nafninu inn?  Heimasíðu og öllu?  Einhver vanvitinn yrði þá bloggfrægur á Hrólfskostnað!

Snillingur (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:33

55 identicon

Ef ég vildi "koma upp um" hann hefði ég sett inn meiri upplýsingar. Þessar ágiskanir sem hafa komið í kjölfar fyrstu athugasemdar minnar eru bara skemmtilegar. Eitthvað til að lesa þegar lítið er að gera í vinnunni.

Animalía (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:35

56 identicon

Held að hann geti sjálfur komið sér út úr skápnum kjósi hann að gera það. Það er nú ekki svo erfitt að því er virðist að finna kauða, búin að skoða hitt bloggið, held kjaftinum (puttunum?) samt saman.

Ragga (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:41

57 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Fæ ég ekki að vera dauður í friði?

Hrólfur Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 15:50

58 identicon

Mér dettur þessi í hug.  Hrólfur hefur kommentað á hann nokkrum sinnum undanfarna daga og hann er að svipuðum aldri með gleraugu og giftur!

http://thotustrik.blogspot.com/

Vembill (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 15:53

59 identicon

Væri ekki ágætt að leyfa Hrólfi að vera dauður í friði og hætta að koma með saklaus blog hingað inn?

Ragga (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:16

60 Smámynd: Stríða

Nei Ragga!

Stríða, 24.5.2007 kl. 17:04

61 identicon

Láttu bara þinn illa tvíburabróðir blogga í staðin og komdu svo í gegnum hann reglulega.. þú mátt ekki deyja í friði.. afturgöngur eru alltaf lang flottastar.. svo við særum þig upp!  Skál í ótæmandi botn

Björg F (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 17:45

62 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta heitir að vera seinheppin !  Ég uppgötvaði þig þegar þú varst dauður.   Votta þér ómælda virðingu mína.

Anna Einarsdóttir, 24.5.2007 kl. 21:08

63 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Hef samt lúmst gaman af samsæriskenningum um hver ég sé.  Eiginlega meira gaman en að blogga ef út í það er farið...

Hrólfur Guðmundsson, 24.5.2007 kl. 22:37

64 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Haha djöfull ertu fyndin Hrólfur, you made my day.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.5.2007 kl. 23:37

65 Smámynd: Didda

Er á meðan er, hvað á ég nú að gera þegar mér leiðist fyrst þú ert hættur að blogga,  spurning um rauðvín og geðveikistöflur

Didda, 25.5.2007 kl. 09:37

66 identicon

Hahaha góður Herra Limran :D

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 10:38

67 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Held að prósak og rauðvín sé fínblanda og svo limrur herra Limran, sem BTW er snillingur sem liggur óbættur hjá garði.  En engin bók um Hrólf því miður.

Samt sakna ég þess smá að blogga og blogg kunningja.

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 11:20

68 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Þessa bloggs verður sárt saknað.

Magnús Paul Korntop, 25.5.2007 kl. 11:43

69 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hrólfur.   Þú þarft ekkert endilega að hætta þótt upp um þig hafi komist.  Núna væri t.d. fínt ef þú færir í fangelsi fyrir það.  Fengir líka dæmda á þig þá þegnskylduvinnu að verða að blogga einu sinni á dag, lágmark til að bæta fyrir öll helv. brotin þín, lygina, drykkjuna, móðurharðindin og allan pakkann.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 14:09

70 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Er komin með fráhvarfseinkenni!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 14:37

71 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Djísús. Á ég nú að engjast um af samviskubiti ofan á allt annað?

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 14:51

72 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, nei. Ekki vil ég vanþakka alla skemmtunina með því. Pínku samviskubit væri þó allt í lagi. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:29

73 identicon

Sæll Hrólfur

Viðskiptin hafa verulega dalað á barnum fyrir ofan dekkjaverkstæðið og fastakúnnarnir hafa hótað að hætta að mæta nema þú farir að láta sjá þig og haldir áfram að blogga.  Ég hef bara ekki efni á því að verða gjaldþrota aftur svo hristu af þér aumingjadóminn og vaknaðu til lífsins.  2 fyrir 1 á barnum í kvöld og topplausar píur af Smiðjuveginum.

Kveðja

Eggert eigandi barsins fyrir ofan dekkjaverkstæðið  

Norn (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 15:35

74 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Tja, það hljómar nú of vel til þess að ég geti setið og horft á tvíburabróðir minn sulla í einhverju hommarauðvíni!  Spurning um að læðast út og heim til mömmu á meðan fangavörðurinn eldar?

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 15:42

75 identicon

Það hljómar vel!  Prison break!

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 15:44

76 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég hef aldrei séð svona margar athugasemdir við eina færslu.  Þær ná niður í kjallara hjá mér - og samt er ég ekki með kjallara.

Reyndu að blöffa fangavarðardrusluna.  Það er ótækt að missa af 2 fyrir 1 tilboðinu.

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 15:52

77 identicon

HRÓLFUR,HRÓLFUR KOMDU AFTUR. VIÐ SÖKNUM ÞÍN

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 17:44

78 Smámynd: nosferatu

Svona ætlaði ég að verða þegar ég yrði stór!

nosferatu, 25.5.2007 kl. 18:06

79 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Kæra fólk, ég get ekki farið að blogga aftur sem Hrólfur, þið munið lesa það og hugsa: lygar og skáldskapur saminn á meðan hann drekkur rauðvín og bíður þess að speltbrauðið bakist!

Þannig að Hrólfur er bara Hrólfur heitinn.  

Það er heldur ekki hægt að kommenta eftir dauðann! 

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 19:52

80 identicon

Það er rétt.

Bloggaðu bara hinu megin, þú ert skemmtilegur penni. 

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:02

81 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Það er ekkert gaman að moggablogginu lengur fyrst þú ert farinn.

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 20:04

82 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Hinum megin? Ég er ekki dáinn, bara hættur að blogga!!!

Moggabloggið var hvort eða er fúllt!

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 20:07

83 identicon

Ég átti við hitt bloggið ;)

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:13

84 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Hitt bloggið... Þú veist ekki neitt... Enda mundir þú þá hinta úr því eða eitthvað... (Hlær eins og geðsjúkur einræðisherra sem er að leggja undir sig Sovétríkin)!

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 20:15

85 Smámynd: Ragnheiður

Æj vert´ekki að þessu, þú ert bráðskemmtilegt lík ! Takk fyrir góða skemmtun fram að þessu

Ragnheiður , 25.5.2007 kl. 20:16

86 identicon

Vertu nú ekki svo viss, ég er að bíða eftir því að þú komir aftur úr hádegismatnum.

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:33

87 identicon

Þessi fígúra Hrólfur var skemmtilegur um tíma en allt hefur sín takmörk. Þegar hann er farinn að úthúða fólki sem hann þekkir ekki bæði hér og á barnaland þá er kominn tími fyrir hann að hætta.....það sem hann þar að auki kemur ekki fram sem hann sjálfur.

Hugsaðu vel um fjölskylduna þína og gangi ykkur vel 

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 20:37

88 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Kæmi ekki nálægt barnalandi.is frekar en ég svæfi hjá þér!

Tvíburabróðirinn dó rauðvínsdauða ofan í nýbakaða speltbrauðið sitt og ég ræð hérna í kommentakerfinu! 

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 20:41

89 Smámynd: Þröstur Unnar

Gott kallinn, er að koma í öl. Nýtt heimilisfang?

Þröstur Unnar, 25.5.2007 kl. 20:44

90 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Skoh; alveg kominn í karakter. Hann getur ekki hætt hehe

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 20:47

91 Smámynd: Þröstur Unnar

Hólfur farðu svo að koma með blogg..nenni ekki alltaf að skrolla niður þessum kommentablaðsíðum, eða er stefnan á að setja kommentamet?

Þröstur Unnar, 25.5.2007 kl. 20:56

92 identicon

Mér er illt í skrollputtanum!

Ragga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 21:02

93 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Jahérna, tillitsleysið !  Ég skrollaði í hálfa mínútu, bara til að lesa að einhverri konu væri illt í skrollputtanum

Anna Einarsdóttir, 25.5.2007 kl. 21:05

94 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Konur eru konum verstar.  Tvíburinn ennþá dauður.

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 21:11

95 Smámynd: gerður rósa gunnarsdóttir

Eruð þið þá báðir dauðir sem stendur? Hver er þá að kommenta, í Hrólfs nafni? Móðir ykkar? Hvernig tekur hún þessu annars? Búin að missa báða sonu sína. Er hún komin í brúðarkjólinn? Gat hún rennt upp að aftan? Er hún búin með allt sérríið?

gerður rósa gunnarsdóttir, 25.5.2007 kl. 21:44

96 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Emil er að kommenta. Fær 20 kr á tímann.

Hrólfur Guðmundsson, 25.5.2007 kl. 21:50

97 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég er lost. Enda ljóska.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.5.2007 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband