Það er hægt að kaupa sér eitt og annað en það er hægt að kaupa sér smekk fyrir list. Ég hata flesta list eftir 1914. Eftir að fyrriheimstyrjöldin hófst var bara framleitt eitthvað bull. Dada, súrealismi, Kúbismi, vodkaismi, dópistar, aumingjar, og svo mætti lengi telja. Bara litir og tákn. Í bestafalli krot. Ég hef ekki smekk fyrir því. Ekki Beckham heldur. En honum langar svo til þess að sýnast í augum heimsins veraldarvanur fagurkeri með fágaðan smekk á vínum og myndlist. Honum langar að vera hinn enski Reynir Ármans, yrkjandi vinjettur og drekkandi kakó. Ég held að hann verði þrátt fyrir allt bara velklæddur plebbi. Nema að hann fær að kaupa rusl af Damian Hirst. Verði honum að góðu!
Beckham vill eignast einkalistasafn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
jebb. Gervi kall
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 21:32
Heyr heyr, förum og ausum saur yfir kommentakerfi hjá hnökkum! Er Emil ekki hnakki annars?
Hrólfur Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 21:45
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk HATAR alla skapaða hluti. Hatar mat, hatar veður, hatar ákveðna týpu af fólki. Hvernig er það er nóg að láta sér mislíka við eitthvað. Djísúskræstgifmíabreik!
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 21:53
Nú ég er að ég hef lesið á barnalandi.is lúser og þeir HATA allt og alla.
Hrólfur Guðmundsson, 21.5.2007 kl. 22:01
Þokkalegt að þessi spjallvefur skuli hýstur á sama stað og heimasíður saklausra barna. OJABJAKK
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 22:29
Sýndarmennska er bjánaleg og þú átt eftir að hata mig og mína list einhvern daginn.
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 10:35
Ragga ertu sýndarmennsku listamaður?
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 13:05
Engan vegin! Bara kannski meir í ætt við súrelisman og dada sem þú lýsir hatri þínu á
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 15:33
Þoli ekki list sem er ekki myndir af orustunni við Waterloo eða Herðubreið.
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 15:50
Þá áttu ekki eftir að þola mína!
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:00
Ólíklegt að ég verði meðal gesta á þínum sýningum, jafnvel þótt að það væri frítt bús í boði.
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 16:11
Datt það nefnilega í hug.
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:16
En maður veit samt aldrei...???
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 16:24
Aldrei að segja aldrei sagði einhver sniðugur en ég held að við getum verið nokk viss um að þú ratir aldrei inn á mínar sýningar ef þær verða einhverjar í framtíðinni.
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:29
Síðast þegar ég fór á myndlistarsýningu var ég í grunnskóla held ég? Eða fór ég þá á Þjóðbókarsafnið?
Hrólfur Guðmundsson, 22.5.2007 kl. 16:31
Því get ég ekki svarað. Ég fór síðast á sýningu núna í dag.
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 16:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.