Mamma kom niður áðan og bað mig um að koma með sér í bíltúr. Hún sagði að það væri hörmung að sjá mig og ég þyrfti almennileg föt en ekki allataf vera eins og táningur til fara og í litadýrð syrgjandi ekkju. Svo keyrði hún mig sem leið lá upp í Debenhams í Smáralind og dró mig þar á milli fatasláa, takandi út röndótta pólóboli, munstraðar peysur og gráa sumarjakka og berandi við mig. Allt fór mér svo vel. Nema að ég var sko ekki sammála því. Mamma keypti samt á mig nærbuxur og sokka í búntum og einn dökkbláan pólóbol. Svo fórum við í Dressmann. Þar var allt á svo góðu verði að mamma keypti á mig 3 svartar alveg eins skyrtur á verði tveggja og til að gleðja hana eina rauða, eina bláa og eina sægræna. Ég get notað þær í sumar eða um jólin, sagði hún. Svo tvennar svartar gallabuxur og svartan jakka. Þannig að maður er alveg eins og nýr maður ef ekki væri fyrir þetta helvítis glóðurauga. Mig langar talsvert út í kvöld en kanna ekki að fela glóðurauguð. Einhver ráð?
Athugasemdir
VÁ! æðislega góð mamma.
halkatla, 16.5.2007 kl. 16:15
nei engin ráð Hrólfur minn,en mikið var nú mamma þín góð við þig núna,ættir að gefa henmni blómvönd þegar þú hefur efni á því
Magnús Paul Korntop, 16.5.2007 kl. 16:22
Ef hún mundi gefa mér 5000 kall fyrir blómvendi, mundi ég finna fyrir hana fífil.
Hún er fín, verð góður við hana núna í dag.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 16:51
Emilþótt að þú málir þig um helgar og dansir á Borginni þá get ég það ekki. Sorry, of gay eitthvað.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 17:32
Vertu með lepp svona einsog sjóræningi........ég lofa að þá tryllir þú kvennþjóðina, ég er að tala um alveg trylltar, leyfðu mömmu þinni bara að vera í meikinu.......
Didda, 16.5.2007 kl. 19:48
Leppur er málið. Sérstaklega eftir að Johnny Depp kom sjóræningjum aftur á kortið. Verð alveg svartklæddur og með lepp. Kannski ég reyni að torða gullhringnum mínum aftu í gegnum eyransnepilinn líka til að fullkomna lúkkið?
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 20:19
Ekki spurning sverann gullhringinn í eyrað og leppur .........held að þú verðir kvennatryllir dauðans.
Didda, 16.5.2007 kl. 20:40
Það er samt óþarfi að hæða mig... En ég verð ágætur, ég veti það.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 20:49
Er ekki að hæðast Hrólfur, ég er ekki þannig gerð, finnst bara svo flott að segja "kvenntryllir dauðan" ekki misskilja, svo finnst mér gaman að lesa bloggið þitt, skál í boðinu
Didda, 16.5.2007 kl. 20:59
Skál. Er ómóðgaður enda er það erfitt. Skal fara og biðja mömmu að sauma handa mér lepp. Bara fyrir þig.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 21:04
Æji takk, mér líður betur, og munda að biðja mömmu þína að hafa leppinn úr leðri alls ekki flísefni eða flónel !!!
Didda, 16.5.2007 kl. 21:11
Vil hafa hann úr flauel. Eða pappamassa.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 21:15
hhe... ertu fullur helvítið þitt?
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 23:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.