Hvenær fáum við Bónus bús?

Mundi gjarnan vilja fá Bónus bjór og Bónus vín og Bónus viskí.  Jafnvel þótt að það væri mynd af bleiku og ljótu svíni framan á flöskunum.  Bara ef það hefði réttan styrkleika og væri ódýrara en annað bús.  Bónus býður betur.  Held að lífið yrði mikið betra.  Maður mundi jafnvel eiga Bónus rauðvín inni í skáp til þess að bera fram með mat, ef maður yrði einhverntíman svo heppinn að geta sýnt snilli sína í eldhúsinu fyrir einhverja stúlku.  Þá væri nú grand að koma með Bónus vín, árgang 2007 merlot og skeinkja í skörðótt vatnsglass.  Vessgú fagra!  Vessgú.  Þá gætum við talað um nýja gerð af lágvöruverslunum, með nýjar og betri vörur.  Nýtt líf fyrir mig og svo margar aðra fagurkera. 


mbl.is Ný kynslóð lágvöruverðsverslana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar að Bónus fer að bjóða upp á rauðvín þá mæti ég til þín í mat, bónus mat.

Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:26

2 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Skal elda Bónus hamborgara og gefa þér allt það Bónus bús sem þig listir.  Svo get ég líka bara límt miða á slot´s bjórinn minn með mynd af bleiku svíni á ef þú vilt koma í kvöld?

Gaman að sjá að þú ert vaknaður Emil.  Eru stelpurnar ekkert að pissa yfir þig þessa dagana?

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 14:42

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Ég versla alltaf í bónus og nenni ekki að fara annað, ekki einu sinnu í ríkið, en mig langar að sýna ykkur þessa MYND sem ég gerði um Bónusútskrikanirnar!

Benedikt Halldórsson, 16.5.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Greifinn

Myndi aldrei leggja mig svo lágt að versla í Bónus, allra síst vín.

Enda smekkmaður.

Greifinn, 16.5.2007 kl. 15:22

5 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég er ekki smekkmaður.  Ég vil bara ódýrt bús og engar refjar.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 15:50

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Rétt Hrólfur rétt.

Magnús Paul Korntop, 16.5.2007 kl. 16:18

7 identicon

Ég er því miður upptekin í kvöld, fer með öðrum Hrólfi í bíó.  Þarf að eiga bónusborgarann inni hjá þér.

Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:30

8 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Trúi ekki að þú takir einhvern göngu-Hrólf fram yfir mig.  Svo er ekkert cool í bíó og hefur ekki verið síðan stjörnumerkjamyndirnar voru sýndar í Hafnafjarðarbíói í aðeins lengra en hittifyrra síðan.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 16:49

9 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Dettu bara í það þarna í Njarðvík og sjáðu hvar þú vaknarð á morgunn?

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 17:38

10 identicon

Því miður er forsjárhyggjan sterk í dag. Þegar frjálshyggjan sækir á þá mun örugglega koma Bónus áfengi.

Geiri (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 19:18

11 identicon

Svo væri rosalega gaman að fá lágvöruverðsverslanir með lágu verði.

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:47

12 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Geiri og Bjarni - einn daginn kemur vor með Bónus bjór í haga og lágt verð í allar hillur!

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 20:53

13 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Takk, takk en þarf að markaðssetja Bónus bjór.  Bragðið og gæðin munu sleja það hland.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 21:12

14 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Blogga um gæði bjórsins?  Gæti eitthvað þannig.  En ekki mikiðmeira sko.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 21:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband