Mundi gjarnan vilja fá Bónus bjór og Bónus vín og Bónus viskí. Jafnvel þótt að það væri mynd af bleiku og ljótu svíni framan á flöskunum. Bara ef það hefði réttan styrkleika og væri ódýrara en annað bús. Bónus býður betur. Held að lífið yrði mikið betra. Maður mundi jafnvel eiga Bónus rauðvín inni í skáp til þess að bera fram með mat, ef maður yrði einhverntíman svo heppinn að geta sýnt snilli sína í eldhúsinu fyrir einhverja stúlku. Þá væri nú grand að koma með Bónus vín, árgang 2007 merlot og skeinkja í skörðótt vatnsglass. Vessgú fagra! Vessgú. Þá gætum við talað um nýja gerð af lágvöruverslunum, með nýjar og betri vörur. Nýtt líf fyrir mig og svo margar aðra fagurkera.
![]() |
Ný kynslóð lágvöruverðsverslana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 16.5.2007 | 14:06 (breytt kl. 14:10) | Facebook
Athugasemdir
Þegar að Bónus fer að bjóða upp á rauðvín þá mæti ég til þín í mat, bónus mat.
Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:26
Skal elda Bónus hamborgara og gefa þér allt það Bónus bús sem þig listir. Svo get ég líka bara límt miða á slot´s bjórinn minn með mynd af bleiku svíni á ef þú vilt koma í kvöld?
Gaman að sjá að þú ert vaknaður Emil. Eru stelpurnar ekkert að pissa yfir þig þessa dagana?
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 14:42
Ég versla alltaf í bónus og nenni ekki að fara annað, ekki einu sinnu í ríkið, en mig langar að sýna ykkur þessa MYND sem ég gerði um Bónusútskrikanirnar!
Benedikt Halldórsson, 16.5.2007 kl. 14:48
Myndi aldrei leggja mig svo lágt að versla í Bónus, allra síst vín.
Enda smekkmaður.
Greifinn, 16.5.2007 kl. 15:22
Ég er ekki smekkmaður. Ég vil bara ódýrt bús og engar refjar.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 15:50
Rétt Hrólfur rétt.
Magnús Paul Korntop, 16.5.2007 kl. 16:18
Ég er því miður upptekin í kvöld, fer með öðrum Hrólfi í bíó. Þarf að eiga bónusborgarann inni hjá þér.
Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:30
Trúi ekki að þú takir einhvern göngu-Hrólf fram yfir mig. Svo er ekkert cool í bíó og hefur ekki verið síðan stjörnumerkjamyndirnar voru sýndar í Hafnafjarðarbíói í aðeins lengra en hittifyrra síðan.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 16:49
Dettu bara í það þarna í Njarðvík og sjáðu hvar þú vaknarð á morgunn?
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 17:38
Því miður er forsjárhyggjan sterk í dag. Þegar frjálshyggjan sækir á þá mun örugglega koma Bónus áfengi.
Geiri (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 19:18
Svo væri rosalega gaman að fá lágvöruverðsverslanir með lágu verði.
Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 20:47
Geiri og Bjarni - einn daginn kemur vor með Bónus bjór í haga og lágt verð í allar hillur!
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 20:53
Takk, takk en þarf að markaðssetja Bónus bjór. Bragðið og gæðin munu sleja það hland.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 21:12
Blogga um gæði bjórsins? Gæti eitthvað þannig. En ekki mikiðmeira sko.
Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.