Gærkvöldið

Gærkvöldið hjá mér var frekar furðulegt.  Ég bar naut þess að vera uppi í rúmi og lesa og dotta og drakk ekki nema svona 3 bjóra.  Fór frekara snemma að sofa og vaknaði uppúr níu.  Leyfði mér bara að liggja uppi í rúmi og reykja eina sígó.  Fór svo og hitaði mér kaffi og drakka það líka uppi í rúmi og alveg laus við handskálfta eða hausverk.  Það er fallegt veður úti og ég er að pæla hvað ég geti gert af mér í dag?  Kannski farið og heimsótt einhvern?  Það er of snemmt að heimsækja ömmu aftur.  Ætla að pæla í því hvað ég geri af mér í dag.  Kannski les ég bara aðra bók?  Eitthvað leggst mér til.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Gerirðu allt í rúminu ?

Eva Þorsteinsdóttir, 16.5.2007 kl. 12:41

2 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Nei ekki alveg allt.  En rúmið er samt gott.  Sérstaklega núna eftir að ég skipti um á því.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 12:56

3 identicon

Já, það er fallegur dagur Hrólfur! Gott að heyra að þér líði vel! Heima er best, ég ætla líka að vera bara heima í dag með dóttur minni sem er hjá mér þessa vikuna, nema það létti til, þá förum við kannski í Húsdýragarðinn saman eða á línuskauta.

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:02

4 identicon

Mæli alveg með Plötusnúður Rauða hersins eftir Wladimir Kamjner, hún er fyndin.

Held að ég neyðist til að skúra. 

Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:29

5 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Plötusnúður Rauðahersins.  Það hljómar vel.  Það er starf sem ég hefði átt að fá...  Kannski Hjálpræðisherinn þurfi DJ?

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 14:02

6 identicon

Sakar ekki að tékka á því... Rauði herinn sándar samt mihiklu betur.

Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 14:04

7 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Veit nú ekkert um sándið í Rauða hernum enda hann aflagður, gæti samt grunað að í honum heyrðist eitthvað vofugaul. 

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 14:09

8 identicon

Ég þarf þá kannski bara að safna saman öllum rauðhærðu vinum mínum og stofna nýjann.

Ragga (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:39

9 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Var það ekki gert um daginn?  Skal vera með, var kannski rauðhærður einu sinni?

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 15:47

10 identicon

Emil, afhverju ertu ekki búinn að klæmast á spurningunni hennar Evu sem spyr hvort Hrólfur geri *allt* í rúminu?

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 15:52

11 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég held að Emmi sé í fýlu út í mig.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 16:46

12 identicon

Ég vona þú hafir ekki flæmt hann frá þér Hrólfur. Ég hef náð að skemmta mér svo bærilega hér á vaktinni yfir ykkur fóstbræðrum. Geturðu ekki mýkt hann upp með því að lofa honum að bjóða honum líka þegar Ragga kemur í mat?

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 16:48

13 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég veifa framan í hann poka af snakki og hann leikur listir sínar.

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 17:09

14 identicon

Hey ég heyrði að rauðhærðir hefðu stofnað félag (eða var það bara rauðhærðar konur?) en ég hef velt því fyrir mér hvort ég sé gjaldgeng.

Ragga (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 00:40

15 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ertu ekki rauðhærð?  Eða er það feik.  Rauðhærðar konur hafa löngum reynst mér... vel, svona eins og litlir sætir strákar Megasi.

Hrólfur Guðmundsson, 17.5.2007 kl. 00:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband