Allir nágrannar eru pakk

Hef marg oft lent í nágrannadeilum.  Útaf köttum, rusli sem ég hef losað á ganginn, óvart þegar ég hef verið fullur eða utan við mig, útaf hávað í tónlist, vegna þess að ég var einu sinni að gera upp mótorhjól og fannst best að vinna í því á næturnar, vegna þess að mamma datt í stiganum, vegna þess að ég var í svörtum fötum.  Vegna þess að ég er til.  Nágrannar eru alltaf fífl sem öfundast og fyrirlíta nágranna sinn í einu og öllu og vilja honum allt vont.  Óska engum það illt að eiga nágranna.
 
Er ennþá með eymsli í vör og glóðurauga og rispu á enninu.  Verkjar líka í lærið og mjöðmina.  Fer ekkert í bráð, ekki einu sinni út á videoleigu og svo er mamma komin í fýlu eina ferðina enn.  Hún kom heim með pizzu með skinku og lauk, þegar ég hafði beðið um eina stóra með pepperoni og lauk.  Ég varð frekar pirraður og reiður enda margt búið að ganga á udnanfarna daga svo ég tók pizzunna og hennti henni í andlitið á mömmu (Þegar hún hafði neitað að fara aftur að ná í aðra pizzu) og sagði henni að snáfa út.  Svo er ég búinn að vera að reyna að hringja í gemsan hennar (á svo erfitt með að hreyfa mig útaf mari á læri)því að einhver þarf að fara að sækja eitthvað handa mér að éta en hún svarar ekki.  Veit samt að hún er heima.  Heyri hana ganga um gólf uppi.  Ætlar hún að láta mig svelta hérna í hel eða hvað?  ástandið er slæmt.  Mjög slæmt.

mbl.is Ósáttir borgarar kalla lögreglu í Álafosskvosina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú er mér nóg boðið Hrólfur! Láttu renna af þér og lestu svo það sem þú skrifar!

Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ástandið er slæmt.  Mjög slæmt.

Hrólfur Guðmundsson, 15.5.2007 kl. 15:49

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Tómas:þér kemur bara líf Hrólfs ekkert við.

Magnús Paul Korntop, 15.5.2007 kl. 19:19

4 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Frábært Magnús, frábært!

Hrólfur Guðmundsson, 15.5.2007 kl. 19:37

5 identicon

Ætli hið sama hafi ekki verið sagt við Guðberg þegar Tómas Jónsson metsölubók kom út 

Sibbi (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 11:40

6 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

HEldurðu að Guðbergur hafi verið fullur þegar hann skapaði þá hundleiðinlegu bók sem ég hef aldrei lesið?

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 11:52

7 identicon

Hann hefur eflaust verið grunaður um það enda tímamótaverk hvað varðar lýsingar á því sem kemur út um óæðri endann og aðrar vessalýsingar og annað í þeim dúr. Ættir að grípa Tómas við fyrsta tækifæri

Sibbi (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:16

8 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Kannski maður fari bara á bókasafnið?

Hrólfur Guðmundsson, 16.5.2007 kl. 12:27

9 identicon

Já það er snjallræði. Ættir að grípa Sögu augans í leiðinni og jafnvel að rifja upp Bósa sögu Herrauðs

Sibbi (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband