Ég mundi aldrei vilja drepa hana þótt að ég hafi einu sinni sparkað henni niður stiga þegar ég var fullur fyrir nokkrum árum. Ég gæti ekki veriði án hennar móður minnar sem var meira að segja svo góða að sækja mig í nótt. Því að þegar ég hafði predikað yfir heimskingjunum á barnum fyrir ofan dekkjaverkstæðið var boðið í partý í sóðalegan kjallara þar rétt hjá. Þar var ein vodkaflaska til skiptana ofan í okkur átta, því að kerlingar komu með þessum skítugu gaurum. Þegar vodkað var búið var almennt álit að ég ætti að kaupa af leigara næstu flösku. Ég neitaði því enda ekki með mikinn pening á mér og sagði eitthvað á þá leið að hjólhýsapakkið ætti að skaffa meira að drekka því að þau væru í nálægð mikilmennis. Ekki féll það í góðan jarðveg og fóru leikar þannig að ég mundi næst eftir mig með inni hald tveggja öskutunna yfir mér og talsvert blóð í munninum. Ég var sem betur fer með gemsann og hringdi í 118 því að ég fékk þá hugdettu að konan sem vildi giftast mér væri sú eina sem gæti reddað mér í ógöngum mínum. En ég mundi bara að hún hét Heiða eitthvað og þær skipta þúsunum í símaskránni. Ég rölltí því heim undir morgun, illa lyktand. Er ég kom heim datt mér ekkert í hug nema að vekja mömmu sem strax jesúaði sig og keyrði mig á slysó. Þar sátum við lengi og mamma hélt í höndina á mér og sagði mér að þetta mundi allt lagast. Það sama sagði hrokafullur unglæknir. Ég væri ekki með nein bein bortin, smá glóðurauga og skrámur og lyktaði mjög illa. En það mætti þvo. Því sit ég núna heima og vil ekki líta í spegil, vil ekki fara út, vil ekki gera neitt. Mamma tók sér frí í dag og fór núna út að ná í pizzu, kók og sígó. Elsku besta mamma.
Kom inn á lögreglustöð með höfuð móður sinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú átt góða móður Hrólfur!
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 13:29
Mamma er komin í fýlu aftur, helvítis kerlingin.
Hrólfur Guðmundsson, 15.5.2007 kl. 13:34
Hvað sagðirðu núna við hana Hrólfur? Taktu nú utan um hana og biddu hana fyrirgefningar, hún reif sig upp úr rúminu að hjálpa þér og tók sé frí í vinnunni fyrir þig í dag!!!
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 13:42
Ekki bað ég hana um það!
Hrólfur Guðmundsson, 15.5.2007 kl. 14:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.