Ég er orðinn svo fullur og eitthvað leiður yfir því að vera einn að ég er farinn að reyna að steppa í hreinu íbúðinni minni. Það er bara frekar gaman og svo syng ég í standlampa alveg eins og einhver 50´s sjarmur á rispaðri hljómplötu. Já líkaminn getur ekki verið kyrr því að þá verður mér óglatt og sortnar fyrir augum. Þessvegna steppa ég. Þið ættuð bara að sjá!
Athugasemdir
Ertu glaður yfir bónorðinu?
http://motta.blog.is/blog/motta/entry/210522/Þröstur Unnar, 14.5.2007 kl. 21:27
Ég dansa af kæti, sé framá að geta flutt úr Breiðholtinu.
Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 21:32
Ari, það væri reynandi. Steppa fyrir utan Krónuna hérna í Jaðarselinu á morgunn! Milli 14-16.
Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 21:33
Aðdáunarvert hversu vel þér tekst að halda í réttritunina verandi sífellt í blakkaáti.. Mér sýnist þú vera efni í bankastjóra af gamla skólanum eða jafnvel heimilislækni!
Gaukur Úlfarsson, 15.5.2007 kl. 00:07
Guð forði hrólfi frá því Gaukur sæll.
Magnús Paul Korntop, 15.5.2007 kl. 02:06
Ég yrði góður læknir. En ég hef sjaldan fengiðhrós fyrir stafsetningu fyrr, takk fyrir það Gaukur!
Hrólfur Guðmundsson, 15.5.2007 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.