Þar sem ég þarf ekki að vera að hugsa um baktjaldamakk stjórnmála eða eins og er fyrirsögn á trúnó "andsvar kvenna við reykfylltum bakherbergjum" áhvað ég að fara út að ganga. Já, búinn að taka til, gera CV og kominn bara á röllt. Gekk niður í Seljahlíð og hugsaði einmitt um það hvað þessar konur á trúnó hlitu að hata reykingamenn mikið. Menn eins og mig sem sætu inni og reyktu. Ætli engin þessara kvenna hafi reykt. Eða komið inn í bakherbergi? Hef ekki grun en á Seljahlíð sat amma við borð í matsalnum og lapti súpu. Ég settist hjá henni. Hún spurði hvernig það væri að vera giftur? Hún hefur enn ekki frétt að ég og Hrefna erum skili. Ég sagði að það væri dýrt að vera giftur. Að við værum að flísaleggja og smíða svalir á íbúðina okkar á Njálsgötu. Amma vorkenndi ungdómnum í dag. Það væri mikið dýrara að vera ungur í dag en þegar hún og afi höfðu bara soð af þorskhausum í matinn alla dag og bjuggu með 4 börn í tveggjaherbergja íbúð sem var kynnt upp með mó. Eftir að hafa vorkennt ungdómnum dágóða stund kláraði amma súpuna og lét mig keyra sig á gamla slitna hjólastólnum í lyftuna. Uppi á herberginu sínu gaf hún mér instantkaffi og leitaði svo bæði í veskinu sínu og í skápnum. Upp úr krafsinu kom húsbyggingarstyrkur upp á 27.000 kall. Ég kyssti ömmu þrátt fyrir óbeit mín á gamalemennalyktinni af henni. Gekk svo hratt niður í Ríkið í Garðheimum og keypti 2 kassa af slot´s og flösku af Vodka. Leigari hingað heim með viðkomu í sjoppulúgunni fyrir neðan Big Ben og núna er ég alsæll í hreinni íbúð með bjór og rettu og bjartsýnn á að einhverstaðar leynist vinna fyrir mann eins og mig!
Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott að þú ert búinn að byrgja þig upp,en haltu áfram að vera svona fyndinn og skemmtilegur það kætir allra geð að lesa bloggið þitt.
Magnús Paul Korntop, 14.5.2007 kl. 16:14
Ég er líka viss um að þú getur fundið góða vinnu ef þú bara reynir og sýnir smá þolinmæði Hrólfur! Og mundu að vera jákvæður gagnvart öllu, maður getur verið heppinn t.d. með vinnufélaga og starfsanda þótt að sjálft starfið kannski virki ekki spennandi!
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 16:47
Góður!
Heiða Þórðar, 14.5.2007 kl. 16:52
Tómas, Korntoppur eða ég?
Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 17:11
Kjáni.
Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 17:24
Bíddu, hvað er þetta?
Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 18:23
Til að nota með hverjum? Var konan ekki að yfirgefa þig?
Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 20:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.