Hed að það versta við að vera svona timbraður eins og ég er núna eru þau örlög að hafa þurft að horfa á Stundina Okkar. Barnaefni er alltaf eins og búið til af vangefnum og fyrir ennþá meira vangefna. Ég trúi því stundum ekki hversu heimskt fólkið er sem leikur og skrifar þessa þætti. Það jókst svo ólán mitt þegar ég ætlaði að slökkva á þessum viðbjóði en batteríin í fjarstýringunni voru búinn og ég þurfti því að standa á fætur, dröslast úr rúminu og gera þetta með því að styðja fingri á takka. Ég steig ofan á pizzusneið. Frábært, nú er ég með bráðinn ost og pepperoni á ilinni. Þessi dagur er búinn að vera leiðinlegur.
Athugasemdir
þú ert algjör snillingur Hrólfur,lengi lifi Hrólfur Guðmundson og bloggið hans.
Magnús Paul Korntop, 13.5.2007 kl. 20:55
Takk félagi Kornsekkur!
Hrólfur Guðmundsson, 13.5.2007 kl. 22:29
Bless og takk fyrir útlitið
Guðríður Pétursdóttir, 13.5.2007 kl. 22:55
Ég kann hollráð gegn þynnku - ekki drekka. Áfengi er ein af mörgum birtingaryndum Hins Svarta.
Páll Kristbjörnsson, 14.5.2007 kl. 02:20
Páll ertu eitthvað verri? Eða ertu einn af þessum dauðarokkurum?
Hrólfur Guðmundsson, 14.5.2007 kl. 11:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.