Ég hélt velli líka

Það var bæði gaulað og kosið á RÚV í gær og ég fór í jarðaför eða eitthvað sem líktist því.  Málið var að Reynir hringdi og bað mig um að hitta sig og koma á óháðakosningarvöku í Reykjavíkur Akademíunni.  Ég hafði nú ekki hugmynd um hvað þessi akademía væri eða yfirhöfuð að hún væri til.  Á leiðinni úr strætó útskýrði Reynir fyrir mér að þetta væri fræðasamfélag þeirra greindustu og klárustu á Íslandi og meira að segja væri þar sætar stelpur!  Mér leist nú betur á það þótt að ég eigi erfitt með að trúa því að stepur geti verið bæði klárar og sætar.  Reynir lofaði mér fjöri og almennufylliríi.  Ég var svo sem orðinn fullur og kominn í hlandspreng svo ég var til í að fara með honum hvert sem væri þar sem ég gæti hlandað.

Þegar við komum í þessa akademíu sem er fyrir ofan JL-húsið sáum við að fyrir framan sjónvarpsgarm sátu tíu eða tólf háaldraðir karlar og dreyptu á púrtvíni.  Enginn sagði neitt.  Ómar var að tala um það að hann hefði fellt ríkisstjórnina.  Hversu mikil megalómanía er það?  Ein kerling var á staðnum.  Hún var sofnuð fram á borðið.  Ein stelpa með kúrekahatt og risa tattú á bakinu sat við hliðina á horrenglu.  Ég kannaðist við hana úr lesbískri feministahljómsveit.  Fannst góður biti vera farinn í hundskjaft þar.  Á þessu balli var ekkert til þess að hösstla og eiginlega fátt sem dróg andan nema þá af gömlum vana.   Reynir leit sveittur í kringum sig.  Byrjaði strax að afsaka sig og segja að venjulega væri meira stuð þarna eins og þetta væri bar sem hann væri vanur að stunda.  Mér fannst stuðið þarna vera eins og á bókasafninu.  Einhver þungbúinn karl kom til okkar og spurði að hverju við værum að leita?  Reynir spurði heftir einhverri stelpu, karlinn sagði að hún væri ekki þarna.  Hann bað okkur að fara.  Reynir stundi og klóraði sér í kollinum.  Ég var með nýja hattinn minn og dróg hann niður á ennið.  Við héldum út.  Stóðum í rökkrinu í vesturbænum og ég saup af rauðvínsflösku sem ég hafði nappað af borði þarna inni.  Reynir tók upp síman og hringdi.  Í stelpu sem hann hafði kynnst á netinu og viljað hitta hann þarna.  Hún hló í síman og sagði honum að koma á kosningavöku hjá Framsókn.  Ég kláraði rauðvínið, vorkenndi Reyni fyrir að hafa verið narraður á svona einfaldann hátt.  Verandi sjálfur alla daga á netinu og fá allskonar lið inn á msn sem er að bjóða mér eitt og annað.  Til dæmis bauð einhver karl mér að taka í konuna hans fyrir nokkrum dögum, bara ef hann mætti horfa á.  Hann hafði lesið bloggið mitt og var alveg vissum að ég væri til í þannig gjörning.  Reynir grátbað mig að koma með sér áHótle Sögu að leita að þessari gellu þar.  Hann lofaði því að hún ætti fullt af sætum vinkonum.  Við gengum af stað í áttina að bændahöllinni og ókeypis Framsóknarbúsi.  Ég hugsaði um pabba.  

Framhald þegar ég er búinn að æla og sofa smá meira.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott að þú hélst velli Megi líðan þín batna hratt svo að framhaldið komi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.5.2007 kl. 13:09

2 identicon

Ok ég er núna búinn að lesa nokkur bloggin þín og ég hef aldrei hitt þig en þú ert örugglega einn mesti fáviti sem ég veit um. Þú ert 35 ára þú býrð hjá mömmu þinni konan þín henti þér út þú ert þröngsýnn meðað við amk bloggin þín. Þú ert uppfullur af kvennfyrilitningu og fordómum gegn samkynhneigð amk meðað við bloggið þitt. Og mér fynnst nú bara af því að lesa bloggin þín að þú ættir alvarlega að fara að hugsa málið :S

Ásgrímur Hermannsson (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:18

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Um hvað á ég að hugsa Ási minn?  Þig?  Svo bý ég ekki hjá mömmu, ég leigi af henni kjallarann!

Hrólfur Guðmundsson, 13.5.2007 kl. 14:29

4 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Sparaðu nú stóru orðinn hérna í kommentakerfinu Emil, annars þarf ég að tala við konuna þína og láta hana siða þig.

Hrólfur Guðmundsson, 13.5.2007 kl. 15:25

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hahahahahahahahahahahahahahaha

Jóna Á. Gísladóttir, 13.5.2007 kl. 20:56

6 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ertu að hlæja af Emil?

Hrólfur Guðmundsson, 13.5.2007 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband