Fór að kjósa áðan á minn kjörstað. Var búinn að fara í ríkið og græja kvöldið og frekar brattur á því og var eiginlega bara á því að kjósa X-d að venju og fyrir pabba sem stóð fyrir utan Nóatún í gær og gaf lýðnum pulsur svo að prófíll hans hjá flokknum risi hærra. En það vita allir að pabbi kemst aldrei hærra en í 19 sæti í Árborg eða Grunndavík eða hvar sem hann mögulega fengi inni á lista hjá D-erum. Um leið og ég kom inn í kjörklefann fór að hljóma í eyrum mér Garry Owen, lagið sem Custer lét lúðrasveit 7. riddaraliðsins jafnan spila um leið og þeir réðust á sofandi indíána og hjuggu niður konur og börn og um leið vissi ég hver væri veraldlegur leiðtogi minn! Ég kaus: www.hrolfur.blog.is
Risar takast á í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
HVað kemur þetta mér og Custeri við Keli?
Hrólfur Guðmundsson, 12.5.2007 kl. 18:17
Heyrðu, ætlarðu út á lífið án þess að gefa okkur eina góða færslu?
Þröstur Unnar, 12.5.2007 kl. 20:41
Er ekkert farinn en það er ekki hægt að pannta frá mé rsögur eins og ég sé einhver skáldsögufabrikka!
Hrólfur Guðmundsson, 12.5.2007 kl. 20:49
Var ekki að biðja um skáldsögu, svo er víst hægt að panta sjáðu bara til þetta kemur á eftir, eftir smá volka.
Þröstur Unnar, 12.5.2007 kl. 20:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.