Mér finnst leitt að Scotty sé týndur. Ennþá verra finnst mér að það er ekki nema 6 ár síðan ég pissaði síðast í rúmið. Þá var ég rosalega fullur eftir erfðidrykkjuna hans afa og hafði ranglað af heimili ömmu þar sem allt gengið sat að sumbli (Sénni og brúsarauðvín í lítravís) og var að reyna að hugga ömmu sem sat á peysufötunum og hló eða grét helblá í framan. Ég var með öskuna af afa í plastpoka. Askan hafði fyrst verið í skrýni sem líkist spiladós nema að það heyrðist ekki "fram þjáðir menn í þúsund löndum" þegar maður opnaði lokið. Heldur blasti bara við grá aska og einhverja hlutavegna hafði ég sett dass af henni í plastpoka og hann í vasann. Var á einhverju bæjar flækingi, í slyddu á hermannaklossum og í krumpóttum jakkafötum sem ég hafði keypt fyrir slikk í Dressmann fyrir jarðaförina, þegar ég rakst á stúlku sem mér var kunn fyrir að vera velviljuð hverskonar aumingjum með sjúkrasamlagsgleraugu (þannig gleraugu gekk ég með þá, svört og þykk og ég hafði líka ennþá fullt af hári ofan í augun) og gjörn á að hugga þá með því að þrýsta þeim á milli DD-stærðar af brjóstum. Ég bar mig aumlega við hana og það endaði á því að hún leyfði mér að gista hjá sér.
Man bara að ég vaknaði um morguninn og það var hríð og stormur úti og ég var nakinn og furðuleg lykt af mér og nakin stúlka við hlið mér með öskugrátt bak og það rann upp fyrir mér að ég hafði sökum ofdrykkju gert eitthvað sem ég hafði ekki gert lengi eða síðan ég var lagður í einelti í eldgamladaga og pissaði stundum í buxurnar í frímínútum. Þetta var verra. Svo hafði pokinn með öskunni af afa slysast upp í rúm og rifnað. Ég man að ég klæddi mig mjög hratt í og æddi blautur og illa lyktandi út í hríðina. Stúlkuna talaði ég aldrei við aftur og á Lindargötuna hef ég ekki komið síðar. Enda ekkert þanngað að sækja. Ekki frekar en það var eftir einhverju að slægjast fyrir Scotty karlinn að æða út í geim.
Scotty týndur eftir geimferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kári Geir, hver færi að ljúga upp á sjálfan sig svona sögum? Ég reyni nú yfirleitt að draga aðeins úr og held því allra versta fyrir sjálfan mig.
Hrólfur Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 18:52
Sko get eiginelga ekki lofað meira af hlandsögum en það hefur svo sem eitt og annað gerist á þessum spássitúr mínum í gegnum lífið.
Skála samt fyrir þér og vinum þínum fyrir trú ykkar á háfileikum mínum sem ekki ertu til staðar!
Hrólfur Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.