Níðst á berklaveikum listamönnum!

Eftir að hafa rokið á dyr eftir að hafa grætt mömmu tók ég strætó beina leið í miðbæinn.  Hennti mér inn á Monakó og teygaði nokkra öl þar.  Rakst á kunningja minn sem einu sinni var blaðamaður áður en alkóhólismi kom honum úr húsi allstaðar.  Hann fræddi mig á því (eftir að hafa barmað sér yfir peningatapi í spilakassanum) að Rúmenarnir hefðu verið fældir úr landi vegna þess að Frjálslyndiflokkurinn eða allavegana þingmenn hans hefðu beitt þrýstingi og heimtað að þeir yrðu berklaprófaðir en það hefðu yfirvöld ekki þorað þar sem nokkuð ljóst sé að allir listamenn frá Rúmeníu séu með berkla á við 20 Stefáni frá Hvítadal og það hefði valdið múgæði og ofsahræðslu ef það fréttist að menn með þennann bráðsmitandi og bráðdrepandi sjúkdóm væru bara að valsa um landið og spila á harmonikkur við hliðina á grænmetisborðinu í Bónus.  Hóstandi á kartöflurnar.  

Eftir að hafa innbyrgt þennann sannleika fór ég á Dillon.  Þar inni sá ég í risavaxnar útlínur kerlingarinnar af Skóalvörðustíg.  Sá að hún var dauðsexy í inniskóm og neonbleikum sokkum við gallapils og bleikan bol sem strengdist yfir magan á henni.  Eflaust flík af dóttir hennar.  Ég fann að gallið kom upp í háls.  Oj.  Ég barðist við æluna niður Laugaveginn.

Fór á Ölstofuna þar sem ég eyddi því sem í vösum, á kortumvar. Valt svo dauðadrukkinn inn í ónefnt hús á Skólavörðustígnum og reyndi að fara í sleik við dótturina.  Móðirin hló og sagði að ég væri asni.  Svo barði hún mig í höfuðið með sleif og rak mig út og hrópaði manísk á eftir mér að hún vildi aldrei sjá mig oftar.  Gott með að hún hafi ekki hent á eftir mér næturgagninu eða plasthjálpartæki því sem ég sá að hún átti í náttborðsskúffu og var á stærð við framhandlegg.

Núna er ég með kúlu á skallanum.  Og blöðrur á fótunum eftir að hafa gengið upp í Breiðholt í nótt.  Veit einhver að það var úrhelli í nótt?  Um hálf fimmleitið eða eitthvað?  Það var ekki þurr þráður á mér þegar ég kom heim.  Háttaði  mig úr öllu og fékk mér gúlsopa af vodka.  Skreið svo undir sæng og mundi að ég hafði aldrei hringt í stelpuna sem gaf mér símanúmerið um helgina. 

Svona er ég fjandi óheppinn! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að síðunni þinni... Fáir sem komast í hálfkvisti... skál

Björg F (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 12:22

2 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Dóttirin er álíka sexy og bílslys.

Takk Björg.  Varst þú ekki einu sinni í rosalega lélegri kvennarokkhljómsveit?   

Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 12:24

3 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Áhugaverðir pistlar. Er enn að gera upp við mig hvort að ég eigi að reyna að ráða eitthhvað í þá, eða einungis skemmta mér við lesturinn.

Sigurður Axel Hannesson, 10.5.2007 kl. 14:22

4 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Ég hefði viljað vera fluga á vegg að sjá þig í sleik við dóttur konunnar sem er eins og bílslys,vonandi bara heppnari næst.

Magnús Paul Korntop, 10.5.2007 kl. 15:06

5 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ja herna er fólk farið að reyna að ráða í líf mitt?  Síðast þegar reynt var að ráða í líf einhleyps karlmanns á fertugsaldri var það vegna þess að hann hafði verið negldur upp á prik.  Hann átti líka leiðinlega mömmu.

Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 15:08

6 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Satt. Hér eftir les ég pistlana þína með skemmtanagildið í huga. Hafðu þökk fyrir.

Sigurður Axel Hannesson, 10.5.2007 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband