Alltaf þegar ég er búinn að vera fullur lengi og sé eða heyri að lögreglan sé að lýsa eftir einhverjum dettur mér í hug að mamma hafi hringt í þá af því að ég hef ekki komið heim í einhverja daga eða hreinlega bara til þess að hefna sín á mér. Baka mér erfiðleika með því að löggan leiti að mér út um alla borg og pikki mig svo fullann up pá laugaveginum og keyri mig beint heim til mömmu. Sem betur fer hefur henni ekki dottið þetta enn í hug. Það væri sko mega bögg ef hún gerði það.
Lýst eftir karlmanni á höfuðborgarsvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þarna komstu þó með góða hugmynd fyrir mömmu þína........ef hún gerir þetta þá mundu að þú gafst henni þessa hugmynd hérna á blogginu (hahaha).
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 12:03
Hún sór grátandi við Guð að inn á þessa síðu kæmi hún aldrei oftar. Hún er bæði orðheldin ogGuðhrædd svo hún hefur ekki Guðmund um þetta.
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 12:11
Afhverju frábær?
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 12:25
Frábær síða vegna þess að þú skemmtir okkur hinum við lesturinn og allar þessar fylleríssögur eru skemmtilegar,þess vegna er þetta frábær síða Hrólfur.
Magnús Paul Korntop, 10.5.2007 kl. 15:11
Magnús og Emil, þið talið eins og smástrákar enda bara smástrákar sem finnst aumingjaskapur og drykkjumennska töff. Hrólfur, þú ættir að taka þig saman í andlitinu áður en þú eyðileggur líf þitt.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:19
Ég er ekki að eyðileggja líf mitt, stjórnmál gerðu það!
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 15:33
Mér er alvara Hrólfur. Ef þú vilt ná tökum á lífi þínu get ég vísað þér rétta veginn. Fyrsta skrefið er að viðurkenna eigin vanmátt.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 15:38
Vanmáttur minn felst í því að nenna ekki niður í Garðheima í ríkið sem er þar.
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 15:50
Þegar það rennur af þér/upp fyrir þér ljós Hrólfur, þá geturðu haft samband við mig í gegnum netfangið tommjo@yahoo.com. Ég vil hjálpa þér því ég sé í þér sjálfan mig fyrir nokkrum árum en hef fyrir mikla gæfu náð að ganga götuna á enda og flyt nú öðrum þann boðskap sem mér var fluttur á Austurstrætisárunum.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:04
Þegar það rennur af þér/upp fyrir þér ljós Hrólfur, þá geturðu haft samband við mig í gegnum netfangið tommjo@yahoo.com. Ég vil hjálpa þér því ég sé í þér sjálfan mig fyrir nokkrum árum en hef fyrir mikla gæfu náð að ganga götuna á enda og flyt nú öðrum þann boðskap sem mér var fluttur á Austurstrætisárunum.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:04
Þegar það rennur af þér/upp fyrir þér ljós Hrólfur, þá geturðu haft samband við mig í gegnum netfangið tommjo@yahoo.com. Ég vil hjálpa þér því ég sé í þér sjálfan mig fyrir nokkrum árum en hef fyrir mikla gæfu náð að ganga götuna á enda og flyt nú öðrum þann boðskap sem mér var fluttur á Austurstrætisárunum.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:05
Þú ert leiðinlegur Tommi eins opg allir aðrir AA-menn og Byrgisbúar. Farðu á aðra bloggsíðu að breiða út boðskapinn.
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 16:12
Ég veit að þetta er Bakkus að tala og endurtek boð mitt Hrólfur, þegar þinn tími er kominn þá er þér velkomið að hafa samband við mig.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:18
Ég veit að þetta er Bakkus að tala og endurtek boð mitt Hrólfur, þegar þinn tími er kominn þá er þér velkomið að hafa samband við mig.
Tómas Jónsson (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 16:18
Takk vinur. Sendi þér mail og slæ þig um fimmara fyrir búsi.
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 16:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.