Ég verð alltaf dálítið meir þegar ég drekk á fastandi maga eins og núna. Held að bjór fari ekki vel ofan í þennann tóma hyl. Hvað þá heldur eitthvað sterkara. Núna sé ég eftir því sem ég sagði við mömmu í síman. Sérstaklega þegar ég heyri hana ganga fram og til baka í eldhúsinu hérna á hæðinni fyrir ofan mig. Ég veit að ef ég hækka í græjunum þá heyri ég ekki þrammið í henni en þótt að ég setji allt í botn þá heyrist samt ennþá eitthvað þramm í hjartanu á mér. Eða kannski er það bara bergmál í tómum kvið eða skvamp þegar annar sopi af slots rennur niður?
Kannski ætti ég að fara upp og biðja mömmu afsökunnar, kannski?
Svo var ég óþarflega vondur við Hrefnu. Stundum var hún ágæt. Líka stundums voðalítið blíð. Ekki oft en stundum. Og hugulsöm. Einu sinni kom hún heim, alveg óvænt, á miðvikudagskvöldi eftir vinnu með stóra pizzu og rauðvín sem hún hafði keypt á leiðinni heim. Ég kunni vel að meta allt þetta sem hún stundum gerði til að gleðja mig.
Félagskapinn líka. Það hefur stundum komið fyrir að ég hef saknað henanr. Ekki oft, aðalega þegar ég er einn hérna heima og nóttin er skolin á og ég er svolítið fullur og skuggar hreyfast á veggjunum. En núna er komið vor og ekki tími til þess að sakna. Nú er tími til að horfa fram á veginn.
Skál.
Og hefjast handa við að telja kerlingar. Hækka í græjunum og skella í sig meiri bjór. Það yfirgnæfir allt þramm í sporþungum og þreyttum kennslukonum, það yfirgnæfir allann óm aftur í hnakka sem æpir á iðrunn og yfirbót. Og rokkið. Rokkið þetta eitur á beinum mannkyns, þessi beina lína til helvítis, fær mann til þess að finnast maður stór og sjálfstæður og engum háður og ungur og sterkur og fær í allt!
Nú er ég staðinn á fætur. Nú er ég fokkings farinn héðann til að djamma og skemmta mér!
Ég ætla ekki að láta grát kvenna koma mér oftar við!
Athugasemdir
Fór upp og ætlaði að tala við mömmu en hrasaði í stiganum og hún sá það og stundi: ertu svona drukkinn strax barn! Og þá var eiginelga ekki hægt að segja neitt því að hún fórnaði höndum og huldi andlit sitt og grét og grét og stundi eitthvað um veikindi og ég kom auga á opið veski hennar og laumaðist og fékk lánaðann 2000 kall úr því. Tékka á henni á morgunn.
Hrólfur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 19:57
Hrólfur minn ég er þeirrar skoðunar að það er ein kona í hvers manns lífi sem maður á ALLTAF að bera virðingu fyrir og biðja afsökunar á því sem rangt er og það er móðir hvers manns !!! Vertu góður við mömmu þína hún á það örugglega inni hjá þér !!!
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:12
Mér er óglatt.
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 11:45
Emil, ég er ekki háður konum eins og sumir!!!
Hrólfur Guðmundsson, 10.5.2007 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.