Meira bögg

Annars hringdu í mig nokkrar kerlingar í dag.  Fyrst mamma í panik og vildi að ég hætti að blogga.  Kerling sem kennir með henni hafði rekist á bloggið mitt og sýnt mömmu og mamma fékk hlandgusu framan í sig við að lesa það.  Og hringdi og hótaði að hætta að styrkja mig nema ég eyddi blogginu.  Aldrei.  Aldrei.  Ég er orðinn bloggari af ástríðu.  Það er frelsi fólgið í því að blogga.  

Hrefna hringdi líka.  Hafði fyrst hringt í mömmu og var alveg óð yfir því að ég væri að ausa út msn-addressunni hennar til hvaða lúða sem væri eins og hún orðaði það (sorry Emmi, hennar orð ekki mín)og öskraði á mig að hún hefði nú alltaf vitað að ég væri aumingi en að ég væri svona skemmdur aumingi hefði henni aldrei grunað!  Ég skellti á hana en gleymdi að ég hafði ætlað að hreyta í hana:

Þú ert ekki bara ljót og paranojuð og brjáluð heldur líturðu líka út eins og hross í framan!

En þess í stað var ég kurteis og sagði ekki neitt eða sendi ljótt sms. Bara ekkert.  Fékk mér bara kaffi og camel og var svalur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú bara hættir ekki neitt að blogga, ekki hlusta á hana mömmu þína!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:05

2 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Jens, ekki gera eins og hún mamma þín segir, görguðu Karíus og Baktus.  Ég geri eins og þeir segja.

Hrólfur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband