Annars hringdu í mig nokkrar kerlingar í dag. Fyrst mamma í panik og vildi að ég hætti að blogga. Kerling sem kennir með henni hafði rekist á bloggið mitt og sýnt mömmu og mamma fékk hlandgusu framan í sig við að lesa það. Og hringdi og hótaði að hætta að styrkja mig nema ég eyddi blogginu. Aldrei. Aldrei. Ég er orðinn bloggari af ástríðu. Það er frelsi fólgið í því að blogga.
Hrefna hringdi líka. Hafði fyrst hringt í mömmu og var alveg óð yfir því að ég væri að ausa út msn-addressunni hennar til hvaða lúða sem væri eins og hún orðaði það (sorry Emmi, hennar orð ekki mín)og öskraði á mig að hún hefði nú alltaf vitað að ég væri aumingi en að ég væri svona skemmdur aumingi hefði henni aldrei grunað! Ég skellti á hana en gleymdi að ég hafði ætlað að hreyta í hana:
Þú ert ekki bara ljót og paranojuð og brjáluð heldur líturðu líka út eins og hross í framan!
En þess í stað var ég kurteis og sagði ekki neitt eða sendi ljótt sms. Bara ekkert. Fékk mér bara kaffi og camel og var svalur.
Athugasemdir
Þú bara hættir ekki neitt að blogga, ekki hlusta á hana mömmu þína!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.5.2007 kl. 17:05
Jens, ekki gera eins og hún mamma þín segir, görguðu Karíus og Baktus. Ég geri eins og þeir segja.
Hrólfur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 17:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.