Man reyndar ekki mikið eftir því þegar ég hótaði yfirvaldinu en mig minnir að þeir hafi komið á heimili mitt á Njálsgötunni fyrir svona 2 árum til þess að biðja mig og nokkra gesti sem hjá mér voru að hafa lægra. Það var aðfaranótt þriðjudags eða miðvikudags og við félagarnir höfðum verið að fá okkur nokkra og hitt einhverjar glyðrur og boðið heim og hækkað í græjunum þegar barnið á hæðinni fyrir neðan fór að grenja. Þessi börn byrja oft að grenja á furðulegustu tímum, einmitt þegar maður er að skemmta sér (var með hönd undir pilsi) og ef maður dirfist að kvarta er litið á mann eins og maður sé mongólíti! En hvað um það lögreglan mætti og bað mig að lækka og ég sagði að það kæmi ekki til greyna ég ætti íbúðina (svona næstum) og þyrfti ekki að hlusta á þá á mínu heimili. Þeir urðu eitthvað pirraðir og báðu mig aftur að lækka svo ég hrækkti á einn þeirra og sagði að hann gæti fengið meira! Svo man ég ekki neitt eftir það. Man bara að þegar ég var að koma heim seinni partinn daginn eftir þá stóðu hjónin á hæðinni fyrir neðan mig á stigapallinum með barnið sitt (þeygjandi aldrei þessu vant) í fanginu og kona kallaði mig ógeð og maðurinn spurði hvenær ég ætlaði að taka á mínum málum. Það höfðu víst verið slagsmál á ganginum og öskur og kvein þegar yfirvaldið var að fjarlægja mig og vini mína. Um leið og ég lagðist lemstraður upp í rúm byrjaði krakkinn á hæðinni fyrir neðan að góla. Og græjurnar mínar voru ónýtar. Ég man það. Þetta var langur dagur.
Athugasemdir
þegar ég var helmingi yngri en þú þá skyldi ég ekki heldur hvað allir voru að reyna að banna mér að djamma, ég hefði rifið kjaft við lögguna ef hún hefði náð í skottið á mér - en það eru alveg 10 ár síðan!!!!Ég dáist að þeim sem halda þetta út svona lengi, gangi þér bara vel
Og varðandi nágrannana þá er svona helgislepja mjög óþolandi
halkatla, 9.5.2007 kl. 14:41
Daníel - þú ert bara fífl. Hef ég ekki rétt á því að hlustaá Deftones í minni eigin íbúð þegar barnagrátur er að drepa mann um miðja nótt?
Anna - Þetta er ekki spurning um úthald heldur lífstíl. Hann er bara svalur. Rokkaður. Töff. Nágrannar eru asnar.
Hrólfur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 16:42
Þú ert lögvitur maður Daníel og vel upp alinn. Það er gott að þú slekkur alltaf tímanlega á fermingargræjunum þínum svo að þínir nágrannar sofa rótt. Takk fyrir að láta mig vita um hljóðmengunarlögin.
Hrólfur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.