Pint af öli er einmitt það sem ég þarf núna

Væri sko til í svalandi bjór en hérna er bara til vodka.  Það væri í lagi ef ég hefði eitthvað annað en flatt, goslaust kók til þess að blanda það út í.  Það verður að duga.  Man að þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn (aftur hjá herfunni á Skólavörðustígnum) og reyndi að forðast það að horfa á hana nakta, að ég hafði einmitt hitt stelpu fyrr um kvöldið og fengið símanúmerið hjá henni. Fannst ég þurfa að forða mér hið snarasta áður en flykkið mundi vakna og vilja kannski hafa afnot af líkama mínum sem í huga mínum er annari lofaður þegar ég er edrú.  Tók því buxur og skó og læddist fram á ganginn (dóttir hennar lá í sófanum í stofunni og svaf, bara í nærbuxum) og á leiðinni út kom ég auga á stórGunnarsmajonesdollu sem var merkt "ferðasjóður!"  Ég sparkaði í dolluna þegar ég var kominn í skónna og fann að það var eitthvað þungt í henni og er ég lyfti upp lokinu blasti við heill haugur af smápeningum.  Fimmkallar, hundraðkallar, krónur, tíkallar... Þetta var eins og míníútgáfa af peningageymi Jóakims Aðalandar.  Hroturnar í kerlingu heyrðust fram á gang.  Dóttirin klóaraði sér í klofinu og stundi, eflaust að dreyma svartan kana af vellinum sem núna er að telja mörgæsir á Suðurpólnum.  Allavegana fara þært mæðgur ekki til útlanda að reyna að finna hann því að með ferðasjóð þeirra (níðþungt helvíti) í majonesfötu röllti ég á Ölstofuna og bauð öllum umgang af pint!


mbl.is „Pint" af öli bjargað á Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er í fyrsta skipti sem ég hlakka til þess að lesa blogg.. Flest önnur blogg eru leiðinleg..Fyrsta bloggið sem ég skoða á daginn og það síðasta. Hrólfur bloggar líka oftar en ég veit ekki hvað.. :)

Skál í slot's Hrólfur! :) 

Pétur (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 01:33

2 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

hahahahahahaha

Örvar Þór Kristjánsson, 9.5.2007 kl. 10:21

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Nú klóra ég mér í nærbuxunum, nývkanaður og sestur við tölvuna.  (Og engin helvítis sól úti til að ergja mig).  Loksins, loksins hefur fólk uppgötvað hvað ég er snjall!  Takk, ég tárast.  Ég ætla að taka strætó í ríkið og kaupa kassa af slot´s.

Hrólfur Guðmundsson, 9.5.2007 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband