101 lýðurinn illa svikinn!

Hvílík örlög fyrir listapakkið með lopahúfurnar og náttúruverndasjónarmiðin!  Þau fá ekki listaskóla rétt hjá Sirkús heldur verða látin dúsa í votlendi með vaðfuglum og öðrum stúdentum.  Stúdentum sem geta verið með strípur í hárinu og gráðu í hagfræði eða jafnvel hjúkrun.  Það er ekki hægt að búa til list í þannig andrúmslofti, það vita allir.  Til þess að búa til list þarf maður jú slatta af bjór, þekkja Björk og smók af grasi öðru hvoru.  Og að eiga vin sem vinnur í Spútnik eða á Sirkús.  Ég er tildæmis gott dæmi um mann garm sem aldrei gæti búið til list.  Er sköllóttur, klæði mig í svört föt, er of þungur, þekki engann sem er cool (sorry Reynir, jafnvel þótt þú hafir verið blaðamaður í næstum ár) og gæti ekki teiknað ólaprik þótt að það væri til að bjarga mér úr gálganum.  En ég kætist yfir þessari ógæfu listlinga.  Núna þarf liðið að fara út í Norrænahús til að fá sér einn kaldann eða rauðvínslús.  Það mun ekki örfa til skapandi starfa.  Spái því að listalíf landans leggist niður við þennann gjörning!!!


mbl.is Listaháskólinn fær lóð í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Það er sko rétt... Það er skíta pakk!

Hrólfur Guðmundsson, 8.5.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband