Þessi frétt er heimskuleg, það var ekki víkingaskip sem brann heldur eftirlíking af því. Það væri eins og að flytja frétt af dauða órangútu í dýragarði: karlmaður á besta aldri lést í morgun!
Annars var ömurlegt á djamminu í gær. Fór á Kaffibarinn með Reyni og rakst á Hrefnu. Hún sagði hæ, hvernig hefurðu það? Ég svaraði: ertu búin að fitna? Fórum þaðan í fússi á Dillon. Enginn Harrison Ford þar að þessu sinni, bara miðaldra tannlæknir sem er orðinn svo langdrukkinn að ég hef heyrt að hann geri sjálfur við verkfærin sín og noti ryksugu til að sjúga vatn úr munni skjólstæðinga sinna. ÞAr fékk ég blakkát. Rankaði við mér í eftirpartýi í miðbænum, alveg í keng á einhverju sem líktist sófa með eitthvað sem líktist kvennmannshönd um lærið á mér. Kom mér út í sólskinið og upp á Hlemm þegar ég hafði áttað mig á því hvar ég var. Tók strætó hingað heim. Hafði vit á því að æla í klósettturninum áður en ég fór í bössið. Keypti mér sígarettur og hamborgara hérna á hroninu. Er að fara að sofa ef ég get sofnað fyrir sólinni.
Eigiði góðan dag elskurnar.
Víkingaskip brann til kaldra kola í miðborg Stokkhólms | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 28.4.2007 | 11:43 (breytt kl. 11:47) | Facebook
Athugasemdir
ohhhhh hvað ég vorkenni fólki eins og þér á svona dögum. Að fara út á lífið og eyða helling af peningum til að skemmta sér ekki og vera í ofanálag þunnur á laugardegi. Vonandi verður þú fljótur að jafna þig og farðu vel með þig í dag !!
Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 12:34
ef þú hefðir lesið alla fréttina þá stóða í fimmtu línu "og var það í laginu eins og víkingaskip" sem segir okkur það að þetta var ekki víkinga skip.
Andri (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:01
Ég var of fullur til að lesa mikið þegar ég kom heim í dag asni! Hefur það aldrei hennt þig?
Hrólfur Guðmundsson, 28.4.2007 kl. 16:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.