Þegar mamma var búin að tussast í mér og farinn var ég kominn í svo vont skap að ég lagðist upp í rúm og reykti eina sígarettu og horfði á flagnaða málinguna í dágóða stund. Mér datt ekkert í hug, lá bara og starði ámálninguna og hugsaði með mér að ef ég væri ekki svona andskoti slæmur í bakinu ætti ég kannski að mála? En eftir aðra rettu rann sú vitleysa af mér. ÞEga rég vinn í lottói þá flyt ég héðan og fæ einhvern til þess að innrétta fyrir mig lúxús íbúð. Svona penthouse dæmi. Kannski Völu Matt? Eða þessa dökku sætu á SkjáEinum? Það er klassapía.
Horfði svo á eina mynd úr safninu mínu. Hrefna hataði alltaf safnið mitt. Sérstaklega Godfather-myndirnar mínar. Ég held að hún hafi bara ekki skilið þær? Ekki frekar en svo margt annað. Það er svona með guðföðurinn eins og stelpur og fótbolta og stelpur og klám, lágmarksskilningur. Þær skilja jafn mikið í því og órangúta í verkum Louis Masterson´s. Eða konur og Queen. Ekki láta mig byrja á því. Það er eitthvað fyrirbæri hvernig þær geta elskað það að hata ROKKIÐ!
Annars fer ég ekki að hrofa á leikinn í kvöld. Vesen með pening, kerlingin var svo afundinn þegar hún kom í morgun að ég þorði ekki að spyrja. Það eru líka að koam próf, þá fær hún alltaf einhverja veiki. Svona: ég höndla ekki vinnuna og krakkana-veiki. Skiptir ekki máli. Horfi á leikinn í tölvunni eða fylgist með gangi mála á bbc.com. Sé seinni leikinn og drekk mig fullann þá.
Athugasemdir
ég dái fátt meira en rokkk.... en annars er það ekkert smá satt að stelpur skilja sko hvorki klám né fótbolta. Amk flestar. Ef ég mætti ráða þá væru nútímafimleikar aðalíþróttin - og skautadans
halkatla, 25.4.2007 kl. 19:39
Hey, ég kann að dansa tango, en bakið í mér kemur í veg fyrir frama þar. OG líka í veg fyrir að ég verði frægur klámmyndaleikari. Lífið sökkar big tæm.
Hrólfur Guðmundsson, 25.4.2007 kl. 20:33
Hún er löngu farin þessi gribba mar!
Hrólfur Guðmundsson, 26.4.2007 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.