Miðvikudagur enn og aftur

Þá er maður vaknaður og svona líka hress með höfuðverk og sólina alveg í augunum.  Enda gleymdi ég að draga niður gardínurnar áður en ég fór að sofa.  Ég er að hugsa um að fá mér morgunmat, kannski svart kaffi og eina rettu?  Það hefur oft reynst vel.  Annars er ég að hugsa um að fara í kvöld á barinn fyrir ofan dekkjaverkstæðið (man ekki hvað hann heitir) og horfa á leikinn.  Kannski splæsi  ég á mig tvo eða þrjá bjóra?  En núna ætla ég að hringja í mömmu, það er ýmislegt sem mig vanhagar um og ég er ekki á bíl og bakveikur og hún getur tekið sér frí hálftíma úr vinnunni og skutlast eftir þessu smáræði fyrir mig.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ohhhh ég elska þessa mömmu stráka !!!! vona að mínir verði svona.

 Já ætli maður verði ekki að horfa á leikinn í kvöld Emil greyinu til samlætis en ég mun án nokkurs vafa ekki stiðja Liverpool bara til að vera á móti Emil

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:11

2 identicon

ohhhh ég elska þessa mömmu stráka !!!! vona að mínir verði svona.

 Já ætli maður verði ekki að horfa á leikinn í kvöld Emil greyinu til samlætis en ég mun án nokkurs vafa ekki stiðja Liverpool bara til að vera á móti Emil

Alvilda Gunnhildur Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Mamma fór og verslaði og kvabbaði svo mikið í mér þegar hún rogaðist upp tröppurnar með innkaupapokana að ég fékk hlustaverk.  En hann jafnaði sig um leið og hún var farinn með orðunum: næst staulast þú út í búð Hrolli minn!  Auðvitað geri ég það - þegar frýs íhelvíti!

Hún er annars mjög fín. 

Hrólfur Guðmundsson, 25.4.2007 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband