Mamma miðaði á mig byssu

Allavegana kom hún hingað niður og vakti mig rétt fyrir níu.  Það er ókristilegur tími.  Hún sagði að í dag hefði ég lofað að þrífa og taka til og byrja að leita að vinnu.  Ég mundi ekki eftir að hafa lofað mér í þrældóm en þá veifaði hún framan í mig einhverju plaggi sem ég hafði undirritaða á laugadaginn eftir nokkra drykki og mikið rétt - ég hafi víst lofað einhverju.  Ég sparkaði í ruslatunnuna við rúmið hjá mér af pirringi.  Hún fór um koll og drasl og einhver óræður vökvi lak yfir teppið.  Oj, lyktin var viðbjóður.

Þannig að í morgun hef ég ryksugað, moppað og tekið til.  Fann mikið af mat undir rúminu hjá mér, líka eintaka af ass worship.  Eintakið var í lagi og ennþá sígild snilld.  Maturinn grænn og harður.  Mest pizzur og fransktar kartöflur.  Líka slatti af snakkmylsnu.  Núna er ég reyndar fyrst að setjast niður.  Fyrsta pásan fyrir utan lögboðnar sígaretturpásur.  Ég er þreyttur.  Held að ég hafi ekki þrifið hérna síðan jólin 2005 en það gertur verið að mig misminni?

Það er ekkert áfengi til og ég er blankur.  Veit að það þýðir ekki að biðja mömmu um pening fyrr en hún hættir að ota að mér þessari andlegu byssu sem loforðið mitt uppáskrifað er.  Ég þarf víst að fara að leita mér að vinnu.  Allavegana að sækja einhverstaðar um.  Hvernig gerir maður það?  Í gegnum netið?  Sendir maður með pósti?  Hvað get ég unnið?  Hvað kann ég?  Þetta er ljóta kreppan. 

Oj, ég er kúgaður. 


mbl.is Veifuðu byssu framan í ökumann dráttarvélar á Þorlákshafnarvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

OG ég kref Emil um það sama!

Karlgarmurinn hann Emil hefur nefnilega ekki verið að fræða mig um dramað á heimili hans þar sem eiginkona hans tók upp á því að yfirgefa hann undir því yfirskini að hún væri af fara til vinkonu sinnar en hélt þess í stað á vit nýs lífs í einhverr Sódómu eða Gómorru.  Nú skil ég reyndar afhverju Emil er svona í háttum í kommentakerfinu mínu (eins og hrútur sem býður þess að komast upp á riðandi kind) og vil ég að hann hætti því en segji mér frekar allt af létta um það hversvegna eigin konan hvarf á braut.  Og auðvitað hvernig hann ætli að bregðast við því.  Veit reyndar að hann auglýsti msn-ið sitt á blogginu sínu en ég held að menn eigi nú kannski að leyfa kellu að taka draslið sitt áður en þeir flytja inn nýja.  Meira að segja pabbi mundi gera það.

mbl.is Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það versta við að vera þunnur

Hed að það versta við að vera svona timbraður eins og ég er núna eru þau örlög að hafa þurft að horfa á Stundina Okkar.  Barnaefni er alltaf eins og búið til af vangefnum og fyrir ennþá meira vangefna.  Ég trúi því stundum ekki hversu heimskt fólkið er sem leikur og skrifar þessa þætti.  Það jókst svo ólán mitt þegar ég ætlaði að slökkva á þessum viðbjóði en batteríin í fjarstýringunni voru búinn og ég þurfti því að standa á fætur, dröslast úr rúminu og gera þetta með því að styðja fingri á takka.  Ég steig ofan á pizzusneið.  Frábært, nú er ég með bráðinn ost og pepperoni á ilinni.  Þessi dagur er búinn að vera leiðinlegur.

Atvinnuleit

Mamma virðist vera undiráhrifum af kosningunum og því að 24 aðilar fengu nýja vinnu í nótt því að hún kom niður áðan og hótaði því að segja mér upp leigunni ef ég fari ekki að leita að vinnu og það strax!  Svo hennti hún í mig atvinnublaði Moggans og sígarettupakkanum sem ég bað hana um að kaupa fyrir 4 tímum síðan.  Núna þarf ég víst að fara að bretta upp ermar og leita mér að vinnu?

Var einmitt að muna það að ég týndi bæði Reyni og hattinum mínum á Dillon í nótt. Reynir hlítur að koma í leitirnar því að ekki fann hann neitt bitastætt til þess að setja í en ég mun sakna hattsins.  Ég held að ég hafihitt Evu á Dillon, held það? 


mbl.is 24 nýir þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var strikaður út

Á Hótele Sögu var slæðingur af fýldum Framsóknarmönnum þegar við Reynir komum þanngað eftir líkvökuna í Akademíunni.  Ég var fljótur að sjá að þeir í Framsókn fór sparlega með búsið enda ekki um neinn fögnuð að ræða í þeirra röðum.  Varnarsigur sagði einhver karl við mig, svo gamall að hann hefur eflaust gengið í flokkinn samadag og Hriflu-Nasi og lyktaði eins og gamalt fólk gerir: af hægri rotnun.  Mér fannst leiðinlegt þarna og eftir að Reynir var búinn að fullvissa sig um að stelpan sem hann ætlaði að negla væri ekki að vanga við karlinn sem líkist pabba og steypti þessum flokki í glötun, héldum við út.  Mér stókst ekki að stela neinu búsi.  Við áhváðum að ganga hratt niður á torg og fá okkur drykk á Hressó áður en við færum í siðmenningu okkar gáfumannana á Ölstofunni eða GrandRokk.
 
Finnst alveg hrikalegt samt að Árni var strikaður út.  Fannst hann svalur gæji, svona Sopranos-stíll yfir honum.  Hann reddaði málunum með sínum hætti, svona athafnastjórnmálamaður eins og það er kallað.  Mér finnst svona feitir karlar sem eru smá spilltir töff.  Ég mundi vilja vera gaur eins og Árni, þótt ég væri stundum strikaður út eða böggaður á annann hátt.  Árni eða þessi feiti í Kópavoginum, Gunnar Birgisson.  Best væri samt að vera Guðmundur Byrgisson.  Með hatt.  Ég á líka svona hatt eins og hann.  Spillingarhatt.  Og ég var einu sinni strikaður út í kosningum til framboðs í nemendaráð í F.B.  Af öllum.
 
Annars er ég enn slappur.  Þrælaði í mig pizzusneið áðan og opnaði einn slot´s, það slær ekki mikið á.  Finnst samt fínt að liggja uppi rúmi og horfa bara á tv-ið.  Og mikið var það gott hjá mér að sættast við mömmu.  Bæði gaf hún mér peningí gær og svo var hún viljug að fara og skutlast eftir pizzu fyrir mig áðan.  Auðvitða borgaði hún líka þegar ég sagðist bara eiga pening inni á kortinu.  Nú vantar mig bara fleirri sígarettur og þá er allt í þessu fína. 
 


mbl.is 30% kjósenda Sjálfstæðisflokks strikuðu Árna Johnsen út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smá pirringur

að pirrar mig stundum þegar fólk heldur að ég búi hjá mömmu minni.  Það rétta er að ég leigi af henni kjallarann sem er 65 fm íbúð, eldhús, stofa og tvö svefnherbergi.  Ég borga þetta og líka rafmagn og hita, til samans um 40.000 á mánuði.  Þannig að rétt skal vera rétt.

Emil sendi mér link á mynd af sér.  Er hann ekki hrikalegur? 


Ég hélt velli líka

Það var bæði gaulað og kosið á RÚV í gær og ég fór í jarðaför eða eitthvað sem líktist því.  Málið var að Reynir hringdi og bað mig um að hitta sig og koma á óháðakosningarvöku í Reykjavíkur Akademíunni.  Ég hafði nú ekki hugmynd um hvað þessi akademía væri eða yfirhöfuð að hún væri til.  Á leiðinni úr strætó útskýrði Reynir fyrir mér að þetta væri fræðasamfélag þeirra greindustu og klárustu á Íslandi og meira að segja væri þar sætar stelpur!  Mér leist nú betur á það þótt að ég eigi erfitt með að trúa því að stepur geti verið bæði klárar og sætar.  Reynir lofaði mér fjöri og almennufylliríi.  Ég var svo sem orðinn fullur og kominn í hlandspreng svo ég var til í að fara með honum hvert sem væri þar sem ég gæti hlandað.

Þegar við komum í þessa akademíu sem er fyrir ofan JL-húsið sáum við að fyrir framan sjónvarpsgarm sátu tíu eða tólf háaldraðir karlar og dreyptu á púrtvíni.  Enginn sagði neitt.  Ómar var að tala um það að hann hefði fellt ríkisstjórnina.  Hversu mikil megalómanía er það?  Ein kerling var á staðnum.  Hún var sofnuð fram á borðið.  Ein stelpa með kúrekahatt og risa tattú á bakinu sat við hliðina á horrenglu.  Ég kannaðist við hana úr lesbískri feministahljómsveit.  Fannst góður biti vera farinn í hundskjaft þar.  Á þessu balli var ekkert til þess að hösstla og eiginlega fátt sem dróg andan nema þá af gömlum vana.   Reynir leit sveittur í kringum sig.  Byrjaði strax að afsaka sig og segja að venjulega væri meira stuð þarna eins og þetta væri bar sem hann væri vanur að stunda.  Mér fannst stuðið þarna vera eins og á bókasafninu.  Einhver þungbúinn karl kom til okkar og spurði að hverju við værum að leita?  Reynir spurði heftir einhverri stelpu, karlinn sagði að hún væri ekki þarna.  Hann bað okkur að fara.  Reynir stundi og klóraði sér í kollinum.  Ég var með nýja hattinn minn og dróg hann niður á ennið.  Við héldum út.  Stóðum í rökkrinu í vesturbænum og ég saup af rauðvínsflösku sem ég hafði nappað af borði þarna inni.  Reynir tók upp síman og hringdi.  Í stelpu sem hann hafði kynnst á netinu og viljað hitta hann þarna.  Hún hló í síman og sagði honum að koma á kosningavöku hjá Framsókn.  Ég kláraði rauðvínið, vorkenndi Reyni fyrir að hafa verið narraður á svona einfaldann hátt.  Verandi sjálfur alla daga á netinu og fá allskonar lið inn á msn sem er að bjóða mér eitt og annað.  Til dæmis bauð einhver karl mér að taka í konuna hans fyrir nokkrum dögum, bara ef hann mætti horfa á.  Hann hafði lesið bloggið mitt og var alveg vissum að ég væri til í þannig gjörning.  Reynir grátbað mig að koma með sér áHótle Sögu að leita að þessari gellu þar.  Hann lofaði því að hún ætti fullt af sætum vinkonum.  Við gengum af stað í áttina að bændahöllinni og ókeypis Framsóknarbúsi.  Ég hugsaði um pabba.  

Framhald þegar ég er búinn að æla og sofa smá meira.


mbl.is Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bretar misstu hausinn og Baggalútur líka

Var að horfa á þessa aumu Evróvisíonkeppni áðan er ennþá ekki vissum hvort að atrið Breta hafi veriði enhver póstmódernísk skilaboð um hætturnar á því að fljúga á milli landa og lenda á Stansted eða hvort að framlag þeirra hafi bara verið "venjulegt" atriði í geldri söngvakeppni.  Vitandi það að Morrissey hafi fallið á hnéin og beðið um að vera sendur út með söng um það hversu erfitt það er að vera ungur hommi og hraksmáður í London sem eflaust hefði kætt alla sjónvarpsáhorfendur en honum var hafnað, honum var hafnað. 
 
Hvað um það, ég er leiður, skál!  Gin í tebolla aftur.  Óblandað.  Ég keypti mér hatt í dag.
 
Fannst samt eins og flestar þjóðir hafi sent sína Baggalúta út með vond lög og verri texta.  Allir ljótir í heimskulegum búningum og föðurlöndum sínum til lítils sóma.  Og þar sem ég gef mér það að Íslendingar, eins forheimskir og niðurgangsfúsir í að upphugsa eitthvað nýtt eru, sendandi Eirík út í kjölfar Lordis, þá munum við senda smámennin í Baggalúti út á næsta ári.  Mað dapurlega köntrýtónsmíð og klisjukenndan texta sem gæti haft inntak um það að söngvari þeirra lúta þráir Sylvíu Nótt eftir að hafa séð hana fáklædda á sviðinu eða bara í banka eða eitthvað.
 
Skora á alla að sniðganga England, Baggalút og Skífuna sem gefur út svona rusl.  Er farinn downotwn að drekka meira.  Bæbæ! 

mbl.is Risinn missti höfuðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kaus Custer

Fór að kjósa áðan á minn kjörstað.  Var búinn að fara í ríkið og græja kvöldið og frekar brattur á því og var eiginlega bara á því að kjósa X-d að venju og fyrir pabba sem stóð fyrir utan Nóatún í gær og gaf lýðnum pulsur svo að prófíll hans hjá flokknum risi hærra.  En það vita allir að pabbi kemst aldrei hærra en í 19 sæti í Árborg eða Grunndavík eða hvar sem hann mögulega fengi inni á lista hjá D-erum.  Um leið og ég kom inn í kjörklefann fór að hljóma í eyrum mér Garry Owen, lagið sem Custer lét lúðrasveit 7. riddaraliðsins jafnan spila um leið og þeir réðust á sofandi indíána og hjuggu niður konur og börn og um leið vissi ég hver væri veraldlegur leiðtogi minn!  Ég kaus: www.hrolfur.blog.is

mbl.is Risar takast á í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kraftaverk, kraftaverk!

Á kosningardag berst manni frétt um að kveiknað hafi í mynd af leiðtoga Steingríms J. og fleirri sem snúast til hægri og vinstri og vilja virkja eða ekki virkja lækjarsprænur.  Þetta hljóta að vera skilaboð að handan, úr andaheimi þeirra búddista, að við eigum að kjósa yfir okkur einangrun og harðstjórn.  Ég ætla því að kjósa Ómar.  
 
Tel samt líkur á að þessi frétt sé tilkomin vegna þess að einhverjir kínverjar í tremmakasti hafi haldið að kveiknað væri í formanninum.  Eða kannski var þessu bara komið áleiðis til Vesturlanda til að minna á að Maó hafi verið til.  Það vita allir að við Vesturlandamenn gleymum öllu sem við höfum lesið eftir 5 mínútur. 

mbl.is Eldur kviknaði í mynd af Maó á Torgi hins himneska friðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband