Hef lengi vitað að borgin hallar

Og að þessi halli sé til austurs enda hefur það oft verið mér erfitt að fóta mig í miðbænum fyrir þessum halla.  Ég mundi halda að ríkisstjórnin eða borgarstjórnin ætti að gera eitthvað eins og slétta úr brekkum og hæðum, eins og menningarþjóðir í Danmörku og Hollandi hafa gert.  Eða búa til einhverskonar rúllustiga í verstu höllunum.  Það mundi hjálpa lúnum fótum.  Líka þeim reikulu.

Mér leiðist.  Hef ekkert við að vera, en fann bók inni í skáp sem ég vissi ekki að ég ætti til.  Kannski ég skríði undir sæng og lesi.  Á ekkert til að éta, bara brennivín og sígarettur.  Er ekki í skapi fyrir drykk á tómann maga.  Verð bara að draga fram lífið á köldu vatni og sígarettum.  Helvítið hún mamma að láta mig engjast svona. 


mbl.is Viðvarandi halli á A-hluta Reykjavíkurborgar frá 2002
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir nágrannar eru pakk

Hef marg oft lent í nágrannadeilum.  Útaf köttum, rusli sem ég hef losað á ganginn, óvart þegar ég hef verið fullur eða utan við mig, útaf hávað í tónlist, vegna þess að ég var einu sinni að gera upp mótorhjól og fannst best að vinna í því á næturnar, vegna þess að mamma datt í stiganum, vegna þess að ég var í svörtum fötum.  Vegna þess að ég er til.  Nágrannar eru alltaf fífl sem öfundast og fyrirlíta nágranna sinn í einu og öllu og vilja honum allt vont.  Óska engum það illt að eiga nágranna.
 
Er ennþá með eymsli í vör og glóðurauga og rispu á enninu.  Verkjar líka í lærið og mjöðmina.  Fer ekkert í bráð, ekki einu sinni út á videoleigu og svo er mamma komin í fýlu eina ferðina enn.  Hún kom heim með pizzu með skinku og lauk, þegar ég hafði beðið um eina stóra með pepperoni og lauk.  Ég varð frekar pirraður og reiður enda margt búið að ganga á udnanfarna daga svo ég tók pizzunna og hennti henni í andlitið á mömmu (Þegar hún hafði neitað að fara aftur að ná í aðra pizzu) og sagði henni að snáfa út.  Svo er ég búinn að vera að reyna að hringja í gemsan hennar (á svo erfitt með að hreyfa mig útaf mari á læri)því að einhver þarf að fara að sækja eitthvað handa mér að éta en hún svarar ekki.  Veit samt að hún er heima.  Heyri hana ganga um gólf uppi.  Ætlar hún að láta mig svelta hérna í hel eða hvað?  ástandið er slæmt.  Mjög slæmt.

mbl.is Ósáttir borgarar kalla lögreglu í Álafosskvosina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var ekki ég enda mamma fín

Ég mundi aldrei vilja drepa hana þótt að ég hafi einu sinni sparkað henni niður stiga þegar ég var fullur fyrir nokkrum árum.  Ég gæti ekki veriði án hennar móður minnar sem var meira að segja svo góða að sækja mig í nótt.  Því að þegar ég hafði predikað yfir heimskingjunum á barnum fyrir ofan dekkjaverkstæðið var boðið í partý í sóðalegan kjallara þar rétt hjá.  Þar var ein vodkaflaska til skiptana ofan í okkur átta, því að kerlingar komu með þessum skítugu gaurum.  Þegar vodkað var búið var almennt álit að ég ætti að kaupa af leigara næstu flösku.  Ég neitaði því enda ekki með mikinn pening á mér og sagði eitthvað á þá leið að hjólhýsapakkið ætti að skaffa meira að drekka því að þau væru í nálægð mikilmennis.  Ekki féll það í góðan jarðveg og fóru leikar þannig að ég mundi næst eftir mig með inni hald tveggja öskutunna yfir mér og talsvert blóð í munninum.  Ég var sem betur fer með gemsann og hringdi í 118 því að ég fékk þá hugdettu að konan sem vildi giftast mér væri sú eina sem gæti reddað mér í ógöngum mínum.  En ég mundi bara að hún hét Heiða eitthvað og þær skipta þúsunum í símaskránni.  Ég rölltí því heim undir morgun, illa lyktand.  Er ég kom heim datt mér ekkert í hug nema að vekja mömmu sem strax jesúaði sig og keyrði mig á slysó.  Þar sátum við lengi og mamma hélt í höndina á mér og sagði mér að þetta mundi allt lagast.  Það sama sagði hrokafullur unglæknir.  Ég væri ekki með nein bein bortin, smá glóðurauga og skrámur og lyktaði mjög illa.  En það mætti þvo.  Því sit ég núna heima og vil ekki líta í spegil, vil ekki fara út, vil ekki gera neitt.  Mamma tók sér frí í dag og fór núna út að ná í pizzu, kók og sígó.  Elsku besta mamma.

mbl.is Kom inn á lögreglustöð með höfuð móður sinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég gamblaði líka

Eftir að hafa dansað stepp við sjálfan mig til að verða ellefu fór mér að leiðast aðgerðaleysið og tók beint strik á barinn fyrir ofan dekkjaverkstæðið.  Þar inni voru ekkert nema þessir vanalegu aumingjar.  Nokkrir karlar á fertugsaldri í snjáðum leðurjökkum og gallabuxum að teyga bjór sem kerlingarnar sem sátu við hlið þeirra sóttu og borguðu ofan í þá.  Þar fór margur félóaurinn aftur í ríkiskassann.  Gott ef einn þessara karla var ekki með mömmu sína með sér til þess að borga ofan í sig drykkina og sendast eftir snakki fyrir hann.  Hvílíkt hjólhýsapakk.  Ég tók mér stöðu við einn kassann og setti í hann fimmara.  Drakk tvo bjór á meðan kassinn hafði af mér seðilinn frá ömmu.  Mér leiddist svo ógurlega að ég settist hjá skítapakkinu og spurði hver stemmarinn væri.  Þeir sem voru á lífi voru að ræða um væntanlegan leik ACog Liverpool.  Mér leið vel og þáði öllara af kerlingu sem hefði getað verið mamma mín og kallaði mig vingjarnlega strák.  Mér leið vel.  Ég fann að ég var yfir þetta fólk hafinn, ég var þeim æðri og þessvegna litu þau upp til mín.  Í landi hjólhýsapakksins var ég ekki kóngur, nei þar var ég Zizek!  Svo mikla andlega yfirburði hafði ég yfir þetta pakk.  Og ég fór að deila af gnægtarbrunni visku minnar.  Ég hefði betur sleft því.
 
Ég þarf að æla og stöðva blóðnasir, kem svo aftur.  Sorry.

mbl.is Veðjaði aleigunni á sigur dóttur sinnar í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stepp

Ég er orðinn svo fullur og eitthvað leiður yfir því að vera einn að ég er farinn að reyna að steppa í hreinu íbúðinni minni.  Það er bara frekar gaman og svo syng ég í standlampa alveg eins og einhver 50´s sjarmur á rispaðri hljómplötu.  Já líkaminn getur ekki verið kyrr því að þá verður mér óglatt og sortnar fyrir augum.  Þessvegna steppa ég.  Þið ættuð bara að sjá!

Fréttir handa fávitum og bændum

Mér finnst fréttir af fuglum og sprettu og slætti og því að jólasveinninn sé kominn á Þjóðminjasafnið vera eins og fjölmiðlar keppist við að kæta þá sem búa handan við Sólheima í fötlunarmálum.  Sjálfum finnst mér að það ætti frekar að flytja fréttir af því sem er að gerast í viðleittni þeirra sem stjórna að skipta olíuauð okkar Íslendinga jafnt á milli þjóðarinnar svo við þurfum ekki að vinan eða hvernig plön um fyrirhugaða gullleit miði.  Æji, ég veit ekki hvað ég er að hugsa núna.  Kannski ég fari og reyni að sofna eða æli eða hiti kaffi.  Er ég heima hjá mér?  Og djöfulleru þessi starfi smír og erfitt að leiðrétt og paint it black flott lag maður.  Rokk. 

mbl.is Krían komin á Nesið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hversvegna ekki ég frekar en þessi skjáta?

Mér finnst að Hafskip ætti að styrkja mig til þess að þurfa ekki að leita að vinnu en geta þess í stað einbeitt mér að bloggi.  Ég yrði þá atvinnumaður í bloggi svona eins og að vera atvinnumaður í fótbolta og ég mundi öðruhvoru blogga um það hvað Eimskip væri æðislegt félag.  Eða um skipin sem ég sæi út um gluggann minn.  Því að fyrir styrkinn mundi ég flæytja niður í bæ og geta horft yfir höfnina í kvöldlogninu með einn kaldann við hliðina á nýja laptopnum.  Í stað þess er peningum kastað á glæ.  Ég held meira að segja að þessi stelpa hafi alvöru vinnu í SKífunni.  Starfsmannaafslátt og allt.  Lífið er stundum svo óréttlátt.

mbl.is Samskip styrkja Lay Low
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hugmyndaleysi

Ég er að pæla hvað ég eigi af mér að gera?  Búinn með smá bjór og ekki alveg í stuði til þess að hanga heima yfir tölvunni eða videóinu í kvöld.  Langar talsvert til þess að skreppa niður í bæ i góðaveðrinu en er samt ekki alveg vissum að ég nenni því?  Er nefnilega að reyna að taka mig á í ferðum niður í 101, þær eiga að einskorðast við þá daga þegar vinnuþrælar sofa út daginn eftir.  Kannski ég setji nokkra bjóra í vasann og skoði hvað er að gerast hinum megin við hæðina?  Við Elliðavatn og þar í kring?  

Batnandi manni er best að lifa

Þar sem ég þarf ekki að vera að hugsa um baktjaldamakk stjórnmála eða eins og er fyrirsögn á trúnó "andsvar kvenna við reykfylltum bakherbergjum" áhvað ég að fara út að ganga.  Já, búinn að taka til, gera CV og kominn bara á röllt.  Gekk niður í Seljahlíð og hugsaði einmitt um það hvað þessar konur á trúnó hlitu að hata reykingamenn mikið.  Menn eins og mig sem sætu inni og reyktu.  Ætli engin þessara kvenna hafi reykt.  Eða komið inn í bakherbergi?  Hef ekki grun en á Seljahlíð sat amma við borð í matsalnum og lapti súpu.  Ég settist hjá henni.  Hún spurði hvernig það væri að vera giftur?  Hún hefur enn ekki frétt að ég og Hrefna erum skili.  Ég sagði að það væri dýrt að vera giftur.  Að við værum að flísaleggja og smíða svalir á íbúðina okkar á Njálsgötu.  Amma vorkenndi ungdómnum í dag.  Það væri mikið dýrara að vera ungur í dag en þegar hún og afi höfðu bara soð af þorskhausum í matinn alla dag og bjuggu með 4 börn í tveggjaherbergja íbúð sem var kynnt upp með mó.  Eftir að hafa vorkennt ungdómnum dágóða stund kláraði amma súpuna og lét mig keyra sig á gamla slitna hjólastólnum í lyftuna.  Uppi á herberginu sínu gaf hún mér instantkaffi og leitaði svo bæði í veskinu sínu og í skápnum.  Upp úr krafsinu kom húsbyggingarstyrkur upp á 27.000 kall.  Ég kyssti ömmu þrátt fyrir óbeit mín á gamalemennalyktinni af henni.  Gekk svo hratt niður í Ríkið í Garðheimum og keypti 2 kassa af slot´s og flösku af Vodka.  Leigari hingað heim með viðkomu í sjoppulúgunni fyrir neðan Big Ben og núna er ég alsæll í hreinni íbúð með bjór og rettu og bjartsýnn á að einhverstaðar leynist vinna fyrir mann eins og mig!

mbl.is Steingrímur: Stjórnarmyndunarumboð liggur ekki á lausu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minnig mig á það að ég fæ mitt próf bráðum aftur!

ÞAr sem ég hef verið tekinn nokkrum sinnum drukkinn undir stýri þá er það eitthvað moj að fá það aftur.  Einhver undanþágubeiðni sem ég þarf að útfylla og þannig.  Mundi það allt í einu að ég hef ekki haft próf í 4 eða5 ár þegar ég las þessa frétt.  Samt hef ég stundum gripið í drusluna hennar mömmu þegar mikið liggur við, en þó ekki drukkinn svo ég muni eftir?  Er annars búinn að þrífa og er að klóra mér yfir þessari ferilskrá sem ég þarf að senda.  Ætli þeir sem fái svona í hendurnar hringi í skóla sem maður hefur þóst vera í?

mbl.is Þarf að taka bílprófið aftur í kjölfar ofsaaksturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband