Færsluflokkur: Bloggar
Allavegana kom hún hingað niður og vakti mig rétt fyrir níu. Það er ókristilegur tími. Hún sagði að í dag hefði ég lofað að þrífa og taka til og byrja að leita að vinnu. Ég mundi ekki eftir að hafa lofað mér í þrældóm en þá veifaði hún framan í mig einhverju plaggi sem ég hafði undirritaða á laugadaginn eftir nokkra drykki og mikið rétt - ég hafi víst lofað einhverju. Ég sparkaði í ruslatunnuna við rúmið hjá mér af pirringi. Hún fór um koll og drasl og einhver óræður vökvi lak yfir teppið. Oj, lyktin var viðbjóður.
Þannig að í morgun hef ég ryksugað, moppað og tekið til. Fann mikið af mat undir rúminu hjá mér, líka eintaka af ass worship. Eintakið var í lagi og ennþá sígild snilld. Maturinn grænn og harður. Mest pizzur og fransktar kartöflur. Líka slatti af snakkmylsnu. Núna er ég reyndar fyrst að setjast niður. Fyrsta pásan fyrir utan lögboðnar sígaretturpásur. Ég er þreyttur. Held að ég hafi ekki þrifið hérna síðan jólin 2005 en það gertur verið að mig misminni?
Það er ekkert áfengi til og ég er blankur. Veit að það þýðir ekki að biðja mömmu um pening fyrr en hún hættir að ota að mér þessari andlegu byssu sem loforðið mitt uppáskrifað er. Ég þarf víst að fara að leita mér að vinnu. Allavegana að sækja einhverstaðar um. Hvernig gerir maður það? Í gegnum netið? Sendir maður með pósti? Hvað get ég unnið? Hvað kann ég? Þetta er ljóta kreppan.
Oj, ég er kúgaður.
Veifuðu byssu framan í ökumann dráttarvélar á Þorlákshafnarvegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 14.5.2007 | 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Steingrímur krefur Jón um afsökunarbeiðni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.5.2007 | 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Bloggar | 13.5.2007 | 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mamma virðist vera undiráhrifum af kosningunum og því að 24 aðilar fengu nýja vinnu í nótt því að hún kom niður áðan og hótaði því að segja mér upp leigunni ef ég fari ekki að leita að vinnu og það strax! Svo hennti hún í mig atvinnublaði Moggans og sígarettupakkanum sem ég bað hana um að kaupa fyrir 4 tímum síðan. Núna þarf ég víst að fara að bretta upp ermar og leita mér að vinnu?
Var einmitt að muna það að ég týndi bæði Reyni og hattinum mínum á Dillon í nótt. Reynir hlítur að koma í leitirnar því að ekki fann hann neitt bitastætt til þess að setja í en ég mun sakna hattsins. Ég held að ég hafihitt Evu á Dillon, held það?
24 nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.5.2007 | 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Annars er ég enn slappur. Þrælaði í mig pizzusneið áðan og opnaði einn slot´s, það slær ekki mikið á. Finnst samt fínt að liggja uppi rúmi og horfa bara á tv-ið. Og mikið var það gott hjá mér að sættast við mömmu. Bæði gaf hún mér peningí gær og svo var hún viljug að fara og skutlast eftir pizzu fyrir mig áðan. Auðvitða borgaði hún líka þegar ég sagðist bara eiga pening inni á kortinu. Nú vantar mig bara fleirri sígarettur og þá er allt í þessu fína.
30% kjósenda Sjálfstæðisflokks strikuðu Árna Johnsen út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.5.2007 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
að pirrar mig stundum þegar fólk heldur að ég búi hjá mömmu minni. Það rétta er að ég leigi af henni kjallarann sem er 65 fm íbúð, eldhús, stofa og tvö svefnherbergi. Ég borga þetta og líka rafmagn og hita, til samans um 40.000 á mánuði. Þannig að rétt skal vera rétt.
Emil sendi mér link á mynd af sér. Er hann ekki hrikalegur?
Bloggar | 13.5.2007 | 14:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Það var bæði gaulað og kosið á RÚV í gær og ég fór í jarðaför eða eitthvað sem líktist því. Málið var að Reynir hringdi og bað mig um að hitta sig og koma á óháðakosningarvöku í Reykjavíkur Akademíunni. Ég hafði nú ekki hugmynd um hvað þessi akademía væri eða yfirhöfuð að hún væri til. Á leiðinni úr strætó útskýrði Reynir fyrir mér að þetta væri fræðasamfélag þeirra greindustu og klárustu á Íslandi og meira að segja væri þar sætar stelpur! Mér leist nú betur á það þótt að ég eigi erfitt með að trúa því að stepur geti verið bæði klárar og sætar. Reynir lofaði mér fjöri og almennufylliríi. Ég var svo sem orðinn fullur og kominn í hlandspreng svo ég var til í að fara með honum hvert sem væri þar sem ég gæti hlandað.
Þegar við komum í þessa akademíu sem er fyrir ofan JL-húsið sáum við að fyrir framan sjónvarpsgarm sátu tíu eða tólf háaldraðir karlar og dreyptu á púrtvíni. Enginn sagði neitt. Ómar var að tala um það að hann hefði fellt ríkisstjórnina. Hversu mikil megalómanía er það? Ein kerling var á staðnum. Hún var sofnuð fram á borðið. Ein stelpa með kúrekahatt og risa tattú á bakinu sat við hliðina á horrenglu. Ég kannaðist við hana úr lesbískri feministahljómsveit. Fannst góður biti vera farinn í hundskjaft þar. Á þessu balli var ekkert til þess að hösstla og eiginlega fátt sem dróg andan nema þá af gömlum vana. Reynir leit sveittur í kringum sig. Byrjaði strax að afsaka sig og segja að venjulega væri meira stuð þarna eins og þetta væri bar sem hann væri vanur að stunda. Mér fannst stuðið þarna vera eins og á bókasafninu. Einhver þungbúinn karl kom til okkar og spurði að hverju við værum að leita? Reynir spurði heftir einhverri stelpu, karlinn sagði að hún væri ekki þarna. Hann bað okkur að fara. Reynir stundi og klóraði sér í kollinum. Ég var með nýja hattinn minn og dróg hann niður á ennið. Við héldum út. Stóðum í rökkrinu í vesturbænum og ég saup af rauðvínsflösku sem ég hafði nappað af borði þarna inni. Reynir tók upp síman og hringdi. Í stelpu sem hann hafði kynnst á netinu og viljað hitta hann þarna. Hún hló í síman og sagði honum að koma á kosningavöku hjá Framsókn. Ég kláraði rauðvínið, vorkenndi Reyni fyrir að hafa verið narraður á svona einfaldann hátt. Verandi sjálfur alla daga á netinu og fá allskonar lið inn á msn sem er að bjóða mér eitt og annað. Til dæmis bauð einhver karl mér að taka í konuna hans fyrir nokkrum dögum, bara ef hann mætti horfa á. Hann hafði lesið bloggið mitt og var alveg vissum að ég væri til í þannig gjörning. Reynir grátbað mig að koma með sér áHótle Sögu að leita að þessari gellu þar. Hann lofaði því að hún ætti fullt af sætum vinkonum. Við gengum af stað í áttina að bændahöllinni og ókeypis Framsóknarbúsi. Ég hugsaði um pabba.
Framhald þegar ég er búinn að æla og sofa smá meira.
Ríkisstjórnin hélt velli með minnsta mun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 13.5.2007 | 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Risinn missti höfuðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.5.2007 | 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Risar takast á í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.5.2007 | 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eldur kviknaði í mynd af Maó á Torgi hins himneska friðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 12.5.2007 | 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)