Sannir listamenn hrakktir á brott!

Þannig fór nú það.  Þeir máttu ekki vera hérna og framfleyta sér með heiðarlegu götuspili eins og Jójó eða hvað hann nú heitir sem alltaf er verið að míga utan í á næturnar í miðbænum því að þeir eru gulir eða eitthvað, annað en hann.  Mér fannst örlög þeirra svo grimm, þessara innflytjenda sem vildu bara setjast hér að of miðla okkur list sinni að ég næstum táraðist (kannski var það samt kvarmabólga eða ofnæmi fyrir ryki, hef ekki þrifið hérna lengi) og fylltist samkennd með þeim.  Svo mikilli að ég reyndi að spila á gömlu ítölsku Beltuna nikkuna sem pabbi gleymdi þegar mamma hennti honumú t.  Reyndi að spila Moon river og svo Alouette, hvorugt gekk.  Fleirri lög hef ég svo aldrei lært að spila.  En samúð mín var öll með Þjóðverjunum sem reknir voru úr landi og ég hugsaði með mér að það væri sniðugt hvað sagan færi í hringi, einu sinni ofsóttu þeir gyðinga og nú væru þeir reknir úr landi svo ég blandaði mér vodka í kók og horfði á sólarlagið og skálaði fyrir þessum ógæfusömu ungverjum sem lögreglan væri núna að reka úr landi og horfði á sólina setjast.

mbl.is Flogið með hóp Rúmena af landi brott í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hef bara hótað löggunni einu sinni!

Man reyndar ekki mikið eftir því þegar ég hótaði yfirvaldinu en mig minnir að þeir hafi komið á heimili mitt á Njálsgötunni fyrir svona 2 árum til þess að biðja mig og nokkra gesti sem hjá mér voru að hafa lægra.  Það var aðfaranótt þriðjudags eða miðvikudags og við félagarnir höfðum verið að fá okkur nokkra og hitt einhverjar glyðrur og boðið heim og hækkað í græjunum þegar barnið á hæðinni fyrir neðan fór að grenja.  Þessi börn byrja oft að grenja á furðulegustu tímum, einmitt þegar maður er að skemmta sér (var með hönd undir pilsi) og ef maður dirfist að kvarta er litið á mann eins og maður sé mongólíti!  En hvað um það lögreglan mætti og bað mig að lækka og ég sagði að það kæmi ekki til greyna ég ætti íbúðina (svona næstum) og þyrfti ekki að hlusta á þá á mínu heimili.  Þeir urðu eitthvað pirraðir og báðu mig aftur að lækka svo ég hrækkti á einn þeirra og sagði að hann gæti fengið meira!  Svo man ég ekki neitt eftir það.  Man bara að þegar ég var að koma heim seinni partinn daginn eftir þá stóðu hjónin á hæðinni fyrir neðan mig á stigapallinum með barnið sitt (þeygjandi aldrei þessu vant) í fanginu og kona kallaði mig ógeð og maðurinn spurði hvenær ég ætlaði að taka á mínum málum.  Það höfðu víst verið slagsmál á ganginum og öskur og kvein þegar yfirvaldið var að fjarlægja mig og vini mína.  Um leið og ég lagðist lemstraður upp í rúm byrjaði krakkinn á hæðinni fyrir neðan að góla.  Og græjurnar mínar voru ónýtar.  Ég man það.  Þetta var langur dagur.
mbl.is Um 70% lögreglumanna hefur verið hótað á síðustu fimm árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki eyðileggja Newcastle meira!

Þeir voru fínt lið þegar Robson var með þá og spiluðu flottan sóknarbolta.  Síðan tóku við aumingjar og enn og aftur vilja þeir fá mann sem kann ekkert í fótbolta til að kafsigla liðinu.  R.I.P Newcastle.
mbl.is Eriksson langar að taka við Newcastle
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að þeir hættu við

Mér fannst þessi hugmynd svo slæm að ég fór næstum að gráta þegar ég frétti af henni.  Eitthvað svona Bandarískt leftwing dæmi að koma til Íslands.  Það er ekkert hallærislegra en Bandarískir vinstrimenn nema ef vera skildu Bandarískir múslimar.  Svo hefðu bara verið leiðindar bönd á þessum tónleikum og svona krávd eins og á Sigur rós í sumar, karlar og kerlingar með ungabörn að drekka te úr brúsa, horfandi fyrirlitningar augum á mig þegar ég ældi óvart yfir skóna mína.  Hef ekki getað drukkið sénmever síðan þá.  Held að náhljóðin úr söngvaranum (sem minnir mig helst á dauðastríð hvals) og Hollenskur sénni dræ séu ekki góð blanda.  Held reyndar að svona helvítis ofurkrúttkynslóðarlistamenn blandist illa við allt nema kannabis og te.  Það er það sem nútíma popparar lifa á.  Kerlingar eru þetta.

mbl.is Hætt við Live Earthtónleika í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pint af öli er einmitt það sem ég þarf núna

Væri sko til í svalandi bjór en hérna er bara til vodka.  Það væri í lagi ef ég hefði eitthvað annað en flatt, goslaust kók til þess að blanda það út í.  Það verður að duga.  Man að þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn (aftur hjá herfunni á Skólavörðustígnum) og reyndi að forðast það að horfa á hana nakta, að ég hafði einmitt hitt stelpu fyrr um kvöldið og fengið símanúmerið hjá henni. Fannst ég þurfa að forða mér hið snarasta áður en flykkið mundi vakna og vilja kannski hafa afnot af líkama mínum sem í huga mínum er annari lofaður þegar ég er edrú.  Tók því buxur og skó og læddist fram á ganginn (dóttir hennar lá í sófanum í stofunni og svaf, bara í nærbuxum) og á leiðinni út kom ég auga á stórGunnarsmajonesdollu sem var merkt "ferðasjóður!"  Ég sparkaði í dolluna þegar ég var kominn í skónna og fann að það var eitthvað þungt í henni og er ég lyfti upp lokinu blasti við heill haugur af smápeningum.  Fimmkallar, hundraðkallar, krónur, tíkallar... Þetta var eins og míníútgáfa af peningageymi Jóakims Aðalandar.  Hroturnar í kerlingu heyrðust fram á gang.  Dóttirin klóaraði sér í klofinu og stundi, eflaust að dreyma svartan kana af vellinum sem núna er að telja mörgæsir á Suðurpólnum.  Allavegana fara þært mæðgur ekki til útlanda að reyna að finna hann því að með ferðasjóð þeirra (níðþungt helvíti) í majonesfötu röllti ég á Ölstofuna og bauð öllum umgang af pint!


mbl.is „Pint" af öli bjargað á Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drukkið menntapakk út um allt!

Bókin um Hannes var bara skeinipappír og vondur sem slíkur.  Notaði þennann einblöðung til þess að ég held á Grandrokk í vetur í hallæri.  Mér fannst illa gert af þessum uppskafningi úr 101 að ráðast svona á Hannes sem hefur ekkert gert honum né nokkrum öðrum.  En svona er þetta ungskáldapakk, ekki með hæfileika og grýpur þá til svona ráða til að fá athygli.  Rakst einmitt inn á Næstabar í gærkvöldi (fáir úti á mánudögum en oft stuð þar þá) en hrökklaðist út aftur.  Fullir fræðimenn létu sem þeir ættu staðinn og sátu þar og drukku og lofsungu póstmódernismann eins og kaþólskur ábóti sem nýbúinn er að selja aflátsbréf, guð.  Gott ef ekki nokkur ungskáld voru ekki líka á staðnum að sleikja rassa á bókmenntafræðingunum.

mbl.is Mæðrastyrksnefnd fær ágóðann af metsölubók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær jörðum við helvítis stjórnmálin?

Stjórnmál eru leiðindar konsept og virðist hafa verið fundið upp fyrir hálfvitana hérna á moggablogginu sem gera ekkert annað en að velta því fyrir sér hver sagði hvað og hvernig eigi að túlka það og hvað muni gerast næst og hvað gerist ef þessir eða hinir missa hálft prósent!  Oj.  Ég æli.  

Stjórnmál eru ekki fyrir venjulegt fólk, hvorki að stunda né að fjalla um.  Þau ættu bara að vera dæmd á þá sem aka of hratt eða berja konur eða smygla búsi, til að vinnaís tað þess að dúsa á Hrauninu.  Enda fordæmi fyrir því að pólitíkusar steli, samanber Árna J og Jón B sem stal víst lager Átvr fyrir örfáum áratugum síðan.  Já, ef fokkings stjórnmál væru bara fyrir vanvita þá mundi enginn sem hefur hugsun nenna að fjalla um þau eða blogga um þau eða lesa um þau!  Fólk gæti þá farið að blogga um eitthvað almennilegt.  Eins og fyllirí og kvennafar og slagsmál og það að Liverpool verða brátt evrópumeistarar í sparki.

Held nefnielga að það sé mikið skemmtilegar að lesa þannig blogg.  Líka mannbætandi.  Þoli ekki að fara inn  á síðurnar hjá þessum gáfumönnum sem eru svo alltaf framan á blogginu, þeas á tenglinum á mbl.is, þar er allt svo gellt að það mætti halda að þeir væru að skrifa minningargreinar um sig.  Sumir þeirra virðast svo ekki vinni, því að þeir blogga meira en ég.

Hvað um það.  Útrýmum pólitík.  Kjósum ekki neitt.  Yrkjum dónalegar limrur á kjörseðilinn.  Förum svo heim og bloggum um hvað það sé cool að fá sér einn kaldann og svoleiðis. 


mbl.is „Kosningamálin hafa dottið dauð niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórkostlegir listamenn ofsóttir!

Þá er lögreglan aftur byrjuð aðofsækja þá sem minna mega sín, í þetta skipti stórkostlega listamenn frá Rúmeníu sem ætluðu að gleðja gangandi í sumar með tregafullum tónum sínum.  En þar sem þeir voru ekki mættir á listahátíð með heiðursverðlaun dinglandi í bandi og ekki þess líklegir til að kyssa menntamálaráðherra eða hanga með Björk og Barney dauðadrukknir á Sirkús, þá fengur þeir bara risastórt skófar frá Ríkinu, beint á rassinn!  Hrópandi óréttlæti.  Ég ætla að æfa mig á harmonikku í allt kvöld.

mbl.is Átta rúmenskir harmonikkuleikarar sendir suður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það á að banna allt svona metalrokk!

Er svo hneykslaður yfir því að við sendum sem fulltrúa íslands þennann ólæsa villimann sem kemur fram í leðri og gefur djöflahornin með fingrunum framan í sjónvarpsmyndavélarnar.  Mér finnst hann alls ekki góð landkynning (ekki fremur en Dimmuborgir eru fyrir frændur okkar í Noregi) og svo er hann líka hundgamall!  Mér finnst að við hefðum átt að senda einhvern hipp og kúl sjarm út.  Bogomil Font væri sko alveg málið!
 
Svo finnst mér að það eigi að banna allt svona metaldæmi með leiðindar gítarsólóum og öskrum og textum sem fjalla um áfengi og konur með stór brjóst.  Femínistar ættu nú að taka við sér og púa á á Eirík Hauksson. 

mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hefur hennt mig!

Eða svo sem næstum.  Eyddi næstum  aleigunni í einhvern kvennmannsbelg á föstudaginn og hafði ekkert upp úr krafsinu nema vesælan sleik á miðju gólfinu á Dillon eins og ég væri einhver unglingskjáni.  Stúlkan var reyndar ung, alla vegana ekki eldri en 23 ára.  Hún stakk mig af þegar hún þóttist fara á klóið og ég var að fíla mig með U2.  Þegar ég svo  fór að leita að henni vildi ekki betur til en ég rakst eða datt ofan á borð sem var í gangveginum og hellti niður fullt af bjór fyrir einhverju liði sem ég þurfti að borga og þar sem ég hafði verið óheppinn í kassanum fyrr um kvöldið fór kortið mitt að pípa og mér var kastað út og er kominn í straff á Dillon.  Og til að bæta gráu ofan á svart vaknaði ég skelþunnur hjá kerlingarherfunni á Skólavörðustígnum.  Stundum hata ég þetta líf!

mbl.is Dauðvona sjúklingur sem eyddi aleigunni var ranglega greindur með krabbamein
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband