Ég er frægur, frægur! Og ekki til.

Arftaki Mengellu er mættur: Bjóðið Hrólf Guðmundsson velkominn

Hver man ekki eftir Mengellu? Aldrei kom í ljós hver var á bakvið þessa vel skrifandi og kjaftforu veru sem gerði allt vitlaust með hverri færslunni á eftir annarri.

Það sem einkenndi Mengellu var hversu vel skrifandi hún var. Þá var pólitísk rétthugsun ekki til í hennar heimi, sem var varð til þess að kommentakerfið á bloggsíðu hennar var troðfullt af fólki sem kepptist við að fara á taugum yfir ummælum hennar.

Mengella er hætt að blogga en nýr huldumaður er mættur á svæðið; Hrólfur Guðmundsson. Í þetta skiptið velur penninn þó að láta huldumanninn ganga undir nafni og birtir meira að segja af honum mynd. Hrólfi þykir ekki leiðinlegt að stuða:

Ein stelpa með kúrekahatt og risa tattú á bakinu sat við hliðina á horrenglu.  Ég kannaðist við hana úr lesbískri femínistahljómsveit.  Fannst góður biti vera farinn í hundskjaft þar.  Á þessu balli var ekkert til þess að hösstla og eiginlega fátt sem dróg andan nema þá af gömlum vana.


Stórskemmtilegt er að lesa ævintýri Hrólfs, sem er eins og Mengella, afbragðs penni en töluvert óheflaðri og orðljótari en hún. Ólíkt Mengellu er Hrólfur framsettur sem hálfgerður lúser. Hann leigir hjá mömmu sinni og sendir hana ósjaldan út eftir pizzu og sígarettum. Þá drekkur hann óhóflega, ber enga virðingu fyrir konum og er í þokkabót atvinnulaus.

Hrólfur segist vera fæddur í Reykjavík árið 1972. Enginn Hrólfur Guðmundsson fæddist þetta ár samkvæmt þjóðskrá. Hann er feik, en stórskemmtilegt lestrarefni engu að síður.

Ég sá þetta á fokkings barnalandi.is og varð hissi og svo stoltur og svo varð ég frekar súr.  Mér finnst illa að mér vegið í þessari færslu og það að enginn Hrólfur Guðmundsson hafi fæðst þetta ár sýnir nú að færslu ritari, gaur sem vinnur á Fréttablaðinu og ég man ekki hvað heitir og nenni ekki að gúgla, er með takmarkaðan aðgang.  Haha...  Lúser.  

Mig langar samt að sjá hversu margir halda að ég sé ekki til?  Og hver er ég þá?  Vonandi ekki mamma og vonandi ekki Elísabet Ronaldsdóttir því að hún er svo leiðinleg. 

Er farinn út í leigara.  Sjáumst á dillon, líka þú rauðhærða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djö vissi ég að þú myndir lesa barnaland

En sorrí beibí, ég held mig heima hjá mínum Hrólfi í kvöld.

P.s. bíóið var bara ókei, sem betur fer boðsmiðar, hefði ekki viljað eyða pening í þetta. 

Ragga (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:16

2 identicon

orðinn frægur á BARNALANDI?? Já há .. lengi getur vont versnað..  Skál frá Rauðhærðum grænum femínista .. það getur þú nú aldrei toppað

Björg F (IP-tala skráð) 17.5.2007 kl. 01:23

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

ætli ég hafi startað því?

Magnús Paul Korntop, 17.5.2007 kl. 03:08

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Sagði það segi það aftur; ef þú ert 5% raunverulegur þá giftist ég þér á punktinum! Þvílíkur gæðagripur.... hver í andskotanum er þessi rauðhærða?

Heiða Þórðar, 17.5.2007 kl. 10:25

5 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Ég er rauðhærð en varla sú rétta

Brynja Hjaltadóttir, 17.5.2007 kl. 11:57

6 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Ég ætla að skjóta á að Hrólfur sé alter egoið hans Eyþórs Arnalds. Annaðhvort það eða vonda tvíburasystir Elly Ármans..

Gaukur Úlfarsson, 17.5.2007 kl. 12:20

7 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Ég ældi yfir spariskóna mína þegar ég kom heim í nótt.  Vegna þess að ég var ennþá svektur yfir því að kerlingar á barnalandi.is væru að skipta sér að mé rog mínum og þessi Addi Fannar (var hann ekki í viðbjóðnum Skítamóral) hefði bloggað þennann viðbjóð um mig.  Hann verður laminn þegarég hitti hann, sannið þið til.  Takk samt þið hin fyrir að vera til staðar.

Hrólfur Guðmundsson, 17.5.2007 kl. 13:55

8 Smámynd: halkatla

mig langar að segja rosa mikið en ég vil ekki að Heiða verði afbrýðissöm  

halkatla, 17.5.2007 kl. 19:50

9 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

NEEEEEIIIII... Svona skegir/skrifar maður ekki - út með það kona!  Út með það!

Hrólfur Guðmundsson, 17.5.2007 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband